Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þannig getur Luthuli orðiS búmerang fyrir hina afrísku frelsishreyfingu. Við skulum ekki gera frelsishreyfingu Suður-Afríku þann órétt, að álíta að samtök Luthulis séu eina mynd hennar. Og í sjálfu sér stefna borgaraleg vinmæli við hann að því að afvopna hin ákveðnari framfaraöfl innan frelsishreyfingarinnar. Frá ANC klofnaði róttækari armur PAC (Panafrican Congress, Al-afríski þjóðþings- flokkurinn), undir forystu 38 ára gamals blökkumanns, málfræðings og sagnfræð- ings: Robert Sobukwe, sem áhangendur hans kalla „mangalise", hinn undursam- lega. Sumarið 1960 voru fylgismenn PAC u. þ. b. 31 þúsund að tölu. Kröfugangan mikla í Sharpeville 31. marz 1960, annað svar við vegabréfslögunum, er skrifuð á reikning Sobukwes. Hann skor- aði á blökkumenn að flykkjast til lögreglu- stöðvar borgarinnar vegabréfslausir og bjóða handtökuógnuninni byrginn (fyrir að bera ekki vegabréfið). Með því ætlaði hann að fá eftirfarandi atriðum framgengt: 1. Lömun lögreglukerfisins, þar eð ekki er hægt að fangelsa tugþúsundir í einu, 2. Lömun iðnaðarins á staðnum, sem ekki getur starfað án hins svarta vinnuafls. Sem kunnugt er, var hinni friðsömu kröfugöngu 20 þúsund blökkumanna í Sharpeville dreift á hálftíma með vélbyss- um, skriðdrekum og þrýstiloftsflugvélum. Árangur: 71 dauðir, 150 særðir. Skoðun Luthulis er síður þekkt: „Vér munum sjá um, að sverð þeirra (hinnar hvítu ríkisstjórnar) ryðgi í slíðrunum. Vér munum ekki gefa þjóðernissinnum neitt tækifæri til að beita vopnum. En æsinga- maðurinn Sobukwe hefur lagt út á braut valdbeitingarinnar."1 1 Spiegel, 30. 3.1960. Og dómsmálaráðherra Búanna: „PAC vill hvorki frið né reglu. Þeir vilja landið okkar.“ Jarðeignaskiptingin: Ef meðaljarðeign hvíts manns er táknuð með vísitölunni 97, fær hver blökkumaður 2,5.2 Þrjár milljónir hvítra innflytjenda ákæra ellefu milljónir hörundsdökkra: Þeir vilja landið okkar! f apríl 1960 voru bæði ANC og PAC bannaðir. Bæði samtökin starfa leynilega áfram. Þess er skylt að geta um Sobukwe, að hann vill leysa kynþáttavandamál Suður- Afríku með því að vísa öllum hvítum úr landi; svart eSa hvítt. Einnig hann hefur látið leiðast til þess að ferðast aðeins á öðrum jámbrautarteininum: kynþátta- vandamál. — En lestin fer á tveim teinum: KYNÞÁTTAVANDAMÁL og STÉTTA- VANDAMÁL. Svo lengi, sem rán lands og náttúruauð- æfa, sem og notkun mannlegs vinnuafls á ódýrasta hátt, löggrundvallast á kynþátta- mismun, leggja eigendurnir í þjóðfélaginu (nú sem stendur hinir hvítu í nýlendunum) aðaláherzlu á kynþáttavandamálið. En þeg- ar baráttan um kynþáttajafnrétti eykst að víðáttu og tekur á sig róttæk, byltinga- kennd form, að sama skapi sem þjóðfélag hinna svörtu deilist sjálft í öreiga og eig- endur (eða betur setta fyrst framan af), þá eru hinir hvítu kapítalistar reiðubúnir að gefa eftir um kynþáttajafnréttið. — Gegn því verði, að eignaraðstæðumar haldist ó- breyttar! Bezta dæmið um þetta sem stendur er Kongó. Þar hefur „Union Miniére du Haut Katanga", ekki síður en „Tanganyika Con- cessions“, yfir að ráða hinum svörtu stólp- um þjóðfélagsins. Það er ekki nema rökrétt afleiðing iðn- 2 Olderogge: „Die Völker Afrikas" (Þjóð- ir Afríku), Berlin 1960, II. bindi, bls. 679. 258

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.