Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Lítill hlutur, hversdagslegur hlutur, peningaveski. Hann heyrir ekki, hvað hún segir — ef hún segir þá nokkuð — Hann sér. Hann sér peningaveskið, starir á það. Hann sér grímu sem hlær hæðnishlátri, sorglega eða skoplega. Hann sér svarta hettukápu hverfa út í myrkrið í dyragættinni. Hann sér skógarguði og vatnadísir hlæja. Frú Grossman bíður, hálfsofandi, hálfvakandi, augnaráðið brennur mildi- lega eins og ljós á náttlampa. Kettirnir sofa. Við og við hvarflar frú Grossman augum út í eitt hornið i herberginu. Þar situr hryggur og hryggilegur ungur herra, mannsmynd sem með úrið sitt í hendinni heyr stríð við jafn ólík geðbrigði og reiði og syfju, hefndarþorsta og ástúð, gremju og aðdáun, óþolinmæði og drepandi leiða. Þetta er herrann sem stolið var frá. Þaðan leita augu frú Grossman títt og gjarna á vissa grímuballsauglýsingu sem hangir á veggnum. Og frúin góða brosir og lokar augunum á ný, öldung- is róleg og óbilandi í trú sinni á sigur mannlegrar heimsku. Og jafnvel þótt ungi herrann æsi sig upp í einhverjar skörulegar, en ósköp þýðingarlausar til- tektir eða tauti eitthvað ófagurt, þá hefur það engin áhrif á frú Grossman. Fyrst þegar kettirnir vakna, vaknar frú Grossman. Og kettirnir skjóta upp kryppu, og frú Grossman skýtur upp kryppu. Þarna er svarta hettukápan kom- in. Hvað verður nú úr hinni þaulhugsuðu ákæru og skammarræðu unga mannsins? Jú, hann stendur þarna frammi fyrir hettukápunni og slær um sig með hattinum sínum, handaburður hans verður æ eymdarlegri og orðin fara að standa í honum. Og nú er rænt frá honum hattinum ofan á allt annað, þessum hatti sem hann hefur notað til að slá um sig með og verið hefur svo að segja bezta vopn hans í þessu ójafna einvígi. Stúlkan grípur hattinn annarri hendi og með hinni held- ur hún hátt á loft vissu peningaveski sem hún tæmir í hattinn. Svo setur hún þennan hatt á höfuð eigandanum. Skellir honum á höfuð hans; Og seðlarnir fjúka! Þá vaknar frú Grossman til fulls. Ungi herrann skríður á fjórum fótum og tínir seðla, frú Grossman sömuleiðis. Það er óneitanlega spaugileg sýn. Og stúlkan hlýtur að fara að hlæja. Þá gleymir ungi herrann seðlunum sínum, gleymir frú Grossman, gleymir smán og gremju kvöldsins; hann faðmar að sér hné hennar, dregur hana til sín, kyssir hendur hennar, kjólgopann hennar. Og stúlkan hlær. 240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.