Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 43
VÖLUNDARHÚSIÐ morgunkjólinn hennar, hringa sig saman á milli púðanna í gráum sófanum, verða eins og grásvört umgerð utanum mjúkan skapnað og málað andlit frú Grossman. í rauninni mjög svo hýrt og gott andlit. Frú Grossman er eins og kettirnir — hún malar. Og ef maður skyldi nú snúa sér við, er strax fengin skýring á ánægjusvipn- um í skimandi augum frú Grossman. Á veggnum á móti er stór spegill, og fyrir framan þennan spegil eru þrjár ungar blómarósir að halda sýningu á þokka sínum og virða hann fyrir sér. Við fyrstu sýn er eins og þokkagyðjurnar sjálf- ar séu þarna lifandi komnar. En þegar betur er gáð, sést að fegurðin er ekki laus við flekki: glansinn lætur sumsstaðar ofurlítið á sjá. En frú Grossman á vin sem lætur sér ekki nægja það eitt að dást að fegurðinni, heldur kann líka að hjálpa uppá sakirnar. Smávaxinn spilagosi, en fjandans mikill karl, snar- borulegur rindill, töluvert brot af listamanni, þótt ómögulegt sé að segja í hverri grein. Svo mikið er víst, að hann er engin vanaleg skraddaralús, fata- lánari, andlitsfarðameistari eða hárskeri. Hann hefur auga, hann hefur smekk, hann brennur af áhuga, hann er töframaðurinn sem breytir vofubleikri feg- urðardís götunnar í blómlega prinsessu, málaða falsprinsessu! Starf hans er ekki létt, og ef hann væri ekki svona lipur, sniðugur og bráð- duglegur lítill nagli, mundi hlutverk hans sem fegurðardómari og snyrtimeist- ari koma honum í marga ldípu. Gyðjurnar þrjár eru nefnilega mjög vanstillt- ar og öfundsjúkar og rífast innbyrðis um hverskonar hylli, hvert lítið glingur, hverja litskæra pjötlu. Og verst láta þær, þegar hann loksins lokar gersema- skríni sínu löngu áður en það er tæmt. Mestu gersemunum heldur hann eftir, það bezta á að verða handa þeirri beztu. Hann kann einnig að meta fegurðina, þegar hún er ekki hversdagsleg, já, hvað helzt einmitt þá. Og það er með vissri andakt, að hann gengur inn í herbergið þar sem hún bíður, sú sem hann á síðast að reyna snilld sína á. Bíð- ur hlutlaus, ósnortin, köld eins og vanalega — og þó tilfinningamanneskja, ein af tegundinni noli-me-tangere. Hann nálgast hana með varúð þar sem hún situr hálfklædd í glugganum. Athygli hennar beinist að því sem fram fer úti á götunni — kannski er hún einmitt að horfa á þennan sóðalega götusala með auglýsingarspjaldið — og hann vill ekki ónáða hana. Þvert á móti, það er hon- um ómissandi að geta svona óséður virt „efnið“ fyrir sér, um leið og hann hugleiðir, hvaða mynd hann á að gera úr því sem hann geymir í skríninu og stúlkukroppnum í glugganum. Svo hann stendur þá þarna, mælir út kjólefni, beygir sig í þessa áttina, beygir sig í hina áttina, kíkir eins og listmálari. Og því fleiri og listamannslegri 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.