Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 19
NOKKRIR PUNKTAR UM SIÐVÆÐINGU „breyta“ mönnum. Aðalinntak þeirra leiðbeininga er að vekja beri sektar- kennd og syndatilfinningu. Vestur- þýzkur iðjuhöldur sendir stjórnar- völdunum ávísun, upphæð sem jafn- gildir margra ára skattsvikum hans, norskur unglingspiltur játar á sig stórfellt smygl og enskur eiginmaður viðurkennir að hafa verið konu sinni ótrúr. Siðvæðingarmenn flagga gjarnan með slíkum sögum sem dæm- um um ávöxt iðju sinnar. Siðvæðingarmenn leggja á það mikla áherzlu að félagsskapur þeirra sé óbundinn þjóðerni, trú, kynstofn- um og stétt. Allir eiga þar greiðan að- gang, kaþólikki getur verið jafn góð- ur kaþólikki þótt hann sé „siðvædd- ur“, þess er ekki heldur krafizt að kapítalisti skipti eigum sínum meðal fátækra þótt hann gangi Buchman á hönd. Oðru máli gegnir um kommún- ista, þeir sem hafa verið áhangendur kommúnista en frelsast síðan, leggja á það megináherzlu í „játningum“ sínum að þeir hafi nú snúið baki við fyrra „líferni“. Þeir eru semsagt í flokki smyglara, skattsvikara, mellu- dólga, nautnaseggja og afbrota- manna. MRA-menn draga heldur enga dul á það að barátta þeirra beinist fyrst og fremst að því að uppræta komm- únismann, — eða öllu heldur þá hug- mynd sem þeir gera sér um kommún- isma. Peter Howard segir: „Kommúnist- inn hefur mikla yfirburði nú á tím- um. Honum er sagt nákvæmlega hvert leiðin liggur og hverskonar þjóðfélag hann sé að byggja upp.“ Howard kvartar undan því að þeir sem ekki fylgja stefnu kommúnismans, séu ekki nógu samhentir, ekki nógu brennandi í andanum. Þeir láti glepj- ast um of af lystisemdum þessa heims og séu því of veikgeðja til að hamla gegn kommúnismanum. Þannig telur hann að gróðafíkn, kynhvöt, löngun- in eftir tryggri aðstöðu og velgengni í þjóðfélaginu séu þau víti sem var- ast þurfi. Gróðafíknin leiði til vinnu- deilna og búi þannig í haginn fyrir þjóðfélagslega byltingu. Peter Ho- ward verður djúpspakur þegar hann ræðir um fjármuni: „Peningar sem slikir eru einskisnýtir. Þú étur ekki dollaraseðla né byggir þér hús úr pundseðlum.” Peter Howard ræðst einnig harka- lega að þeirri trú sem mönnum er innrætt að þeir skuli sjá fjölskyldu sinni farborða og ávinna sér nafn- frægð. Hann kveður það hafa leitt mikið böl yfir heiminn að menn séu sífellt að berjast fyrir viðurkenningu á sjálfum sér, stétt sinni, þjóð sinni; meira böl en nokkuð annað. Hann kveður þennan rembing stafa af hreinni eigingirni og skortur á ann- arskonar inntaki lífsins hafi leitt til þess að milljónir námsmanna og æskufólks hafi leiðst út í kommún- isma. TÍMARIT máls oc mennincar 209 14

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.