Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 23
NOKKRIR PUNKTAR UM SIÐVÆÐINGU mannamálaráðherra og var hann einn af fararstjórum í hnattförinni. Það er vissara að trúa varlega frétt- um siðvæðingarmanna um aðsókn og vinsældir þeirra leiksýninga og kvik- mynda sem þeir sýna í áróðursskyni. Reykvíkingum er í fersku minni er flokkur MRA-manna kom til Reykja- víkur árið 1960 og sýndi kvikmynd- ina „Frelsi“. Þar var sýnt hvernig sið- væðingin útkljáði kynþáttadeilur í Afríku. Kvikmyndin var frumsýnd í Austurbæjarbíó, sem tekur rúmlega 900 manns í sæti. Send voru út um 1500 boðskort og munu um 1200 hafa þegið boðið. Allmargir urðu frá að hverfa, aðrir urðu að láta sér lynda að standa. Siðvæddir Ijósmyndarar voru til taks og tóku myndir af mann- fjöldanum. Fréttirnar létu ekki á sér standa í málgögnum MRA: Kvik- myndin „Frelsi“ var frumsýnd í stærsta samkomuhúsi Reykjavíkur og var aðsókn svo gífurleg að ekki varð við neitt ráðið. Fjöldi manns tók þann kostinn að standa allan tím- ann frekar en missa af myndinni. Viðtökur áhorfenda voru frábærar og voru flestir djúpt snortnir af boðskap myndarinnar. — Hinsvegar láðist blaðinu (MRA Informasjon) að geta þess að siðvæðingarmenn tóku Nýja Bíó á leigu að aflokinni frumsýningu, sýndu þar kvikmyndina í rúma viku fyrir auðum bekkjum unz þeir að lokum gáfust upp. Ole Björn Kraft, fyrrum utanríkis- ráðherra, formaður danska íhalds- flokksins og stjórnarformaður NATO á árunum 1952—1953, var einn þeirra sem tóku þátt í hinni miklu á- róðursherferð MRA umhverfis hnött- inn. Hann hefur ritað bók um ferð- ina, En Verdensrejse med Verdens- perspektiv og segir þar að hnattförin hafi haft svipað gildi fyrir veraldar- söguna og landkönnunarferðir mið- alda. Bókin er að mestu leyti upp- tugga á slagorðum þeirra Buchmans og Peter Howards ásamt skrúðyrtum lýsingum á keisarahöllum, forsetabú- stöðum og indælum móttökum. En sumstaðar í bókinni kemur berlega í ljós hvaða nauður hefur rekið þenn- an danska íhaldsjálk og natóherra til þess að þeytast um allar jarðir syngj- andi sálma og lofandi Guð. Trúar- þörfin og „frelsunin“ er af heldur jarðneskum toga spunnin. í kafla þeim í bókinni sem helgaður er Ind- landi, en það var eitt þeirra landa sem flokkurinn heimsótti, verður Ole Bjöm Kraft tíðrætt um hlutleysi Ind- lands og þær „alvarlegu“ afleiðingar sem það kynni að hafa. „Sovétríkin hafa reynt að notfæra sér þá aðstöðu út í æsar, og sýna yfirþyrmandi vináttu. Meðan við dvöldum í Delhi, var sýnd í mörgum kvikmyndahúsum mjög áhrifamikil kvikmynd um nýafstaðna heimsókn Nehrus til Rússlands. Hann þurfti ekki að kvarta undan móttökunum. Kvikmyndin var stórkostleg auglýs- 213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.