Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ogjörningur er að skipuleggja bókmennta- og listaframleiðslu þjóffar á sama hátt og aÖra atvinnuvegi hennar; fylgifiskur þessa einkennilega atvinnuvegar mun löngum verða mikil sóun á kröftum, þó ekki væri af ö'ðru en því að margir eru kalla'ðir og fáir útvaldir. Flest menningarríki munu nú vera búin a’ö gera sér þaó ljóst a'ð list og bókmenntir þarfnast nærfærnari umönnunar en þeirrar sem lögmáli’ö um framboð og eftirspurn veitir. Þau eru farin að líta á það sem skyldu sína að reka félagslega heildarpólitík á sviði list- mala. Jafnvel ýms kapítalistisk storveldi eru núorðið að meira eða minna leyti búin að afneita boðorði hins frjálsa framtaks og mælikvarða skjótfengins ágóða um listir og bók- menntir. Þau eru farin að haga menningarpólitík sinni samkvæmt þeirri vissu að á þessu sviði tekur það stundum álíka langan tíma að fá beinan ágóða eins og í skógrækt á ís- landi, en að hinn óbeini ágóði, álitsauki þess ríkis sem býr listamönnum sínum tækifæri til að neyta allra krafta sinna, er ómetanlegur og skjótfenginn. En hvorki hin nýja né hin gamla gerð afturhaldsins á Islandi virðist láta slíkar metnaðargrillur há sér, enda full- komin eindrægni um það að Islandi beri ekki að stjóma sem sjálfstæðu ríki heldur sem nýlendu erlends auðmagns. Það ber sérstaklega að hafa í huga að kjör íslenzkra listamanna eru ekki einvörðungu komin undir aukningu þeirrar ölmusu sem nefnd eru listamannalaun, ekki einusinni undir skynsamlegri úthlutun þeirra einni saman, heldur umfram allt undir skynsamlegri heildar- stefnu ríkisins í menningarmálum yfirleitt. Með alúðarfullri umönnun hins opinbera um listir í landinu, með staðföstum menningaráhuga og skynsamlegu skipulagi á öllum svið- um sem undir ríkið heyra mundu listamönnum fyrst skapast sæmileg lífs- og starfsskil- yrði. Þesskonar skipun mála væri ólíkt meira virði en þær ölmusur sem nú tíðkast, en gæti að auki stuðlað að því að skapa viðunandi grundvöll fyrir styrki handa listamönnum. Slík heildarstefna er auðvitað því nauðsynlegri á íslandi en annarsstaðar sem íslenzkir listamenn hafa aðgang að þrengri markaði en listamenn annarra þjóða. En þegar ríkið stendur fyrir því að gera þau menningartæki, sem það ber ábyrgð á sam- kvæmt beinhörðum lögum, að ómenningarmiðstöðvum, og eyðileggur það sem kann að vera vel gert á einu sviði með káki og vitleysu á öðrum, þá er sannarlega ekki við því að búast að það geri neitt það sem gæti orðið til varanlegra hagsbóta handa listamönnum. Það væri í sannleika sagt í mesta máta ósanngjarnt að ætlast til þess, þegar öll menning- armál eru í óreiðu, að „launamál" listamanna ein væru í himnalagi. Það er enn minni von til þess þegar ekki er aðeins um óviljandi óreiðu að ræða heldur skipulagt skemmdarstarf og samsæri. En hvernig er hægt að komast hjá að draga þá ályktun? Það er reyndar hægt að vera viss um það að samsærismennirnir munu fremja verk sín með fögur orð á vörum. Þegar þeir halda í hvern eyri við Háskólann, munu þeir segja: Vísindin efla alla dáð. Þegar almenn skólamál eru vanrækt svo að horfir til stórra vandræða: Menntun æskunnar er öruggasta fjárfestingin. Þegar hvers færis er neytt til að skrílmenna alþýðu: Alþýðu- menningin er dýrasta arfleifð íslenzkrar þjóðar. Meðan slíku fer fram er sem sagt ekki við því að búast að rithöfundar og listamenn eigi neinn rétt til neins, — nema ölmusu sem verður áhald þess stéttarofbeldis sem nú er á uppsiglingu í íslenzku þjóðlífi. Það liggur hinsvegar í augum uppi að frjálslyndum mönnum á íslandi ber að finna ráð til að efla árangursríka mótstöðu gegn skemmdarverkum ríkisvaldsins í menningarmálum. S.D. 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.