Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 49
VÖLUNDARHÚSIÐ þeirra. Stúlkan leggur handleggina um hálsinn á sínum riddaralega forsvars- manni og þrýstir sér að honum. Skógarguðir og vatnadísir hlæja. Faldafeykir grímuballsins dunar á ný. Frú Grossman mókir hjá köttunum og bíður þess þolinmóð, að kostgangar- ar sínir komi aftur með hjartað fullt af öllum heimsins lystisemdum og ekki alveg tómhentar heldur — Draumamaður gengur um götur og torg innan um fólk sem skiptir hundruð- um og aftur hundruðum. Hann tekur ekki eftir því. Hann og hún, riddarinn og jómfrúin, reika líka um götur og torg innan um fólk sem skiptir hundruðum. Þegar þau ranka við sér, eru þau stödd í herberg- inu góða þar sem húsráðandinn stal frá sjálfum sér. Stúlkan skoðar sig um — kannski fremur í minninu en í herberginu. Og á andlit hennar færist veikt og undarlegt bros, sama brosið og eitt sinn gerði riddara hennar svo hræddan. Fyrst í stað er það þó veikt. Og kannski er jafnvel ofurlítill vottur af stríðni í þessu brosi, því sjáið þið til — nú gengur hún að skrifborðinu, reynir við skúffurnar og gengur úr skugga um það, að þær eru læstar. Og hún geng- ur að skápnum, og í hvert skipti sem hún minnir hann á hina afdrifaríku tor- tryggni hans, virðir hún hann fyrir sér með æ bjartara brosi. Það er kannski ofurlítið grimmt af henni að gera þetta. Hún sér þó, hversu iðrandi hann er, hve hann blygðast sín, hve hann þj áist. Loks stenzt hann ekki lengur þessar þögulu, kersknisfullu ásakanir hennar. Hann grípur hana aftur, dregur hana til sín. Hann heldur kannski, að hún hafi komið með honum ein- göngu til að kvelja hann með þessum ásökunum. Hann heldur, að hún vilji yfirgefa sig. Og hann vill aftra henni. Hann segir að hann elski hana og að hann trúi á hana. Elski og trúi, elski og trúi — Hún lætur hann segja það aftur og aftur og aftur. Og hún sér í augum hans, að hann elskar og trúir, elskar og trúir — Þessi eilífa sambræðsla tveggja orða, svo traust, svo brothætt. Hvernig átti hún að standast þau. Eða hann? Hún losar sig varlega úr faðmi hans og fer að hneppa frá sér kjólnum, bros- andi. Og hann horfir á hana, horfir á bros hennar. Aftur gerir það liann hræddan, það er kalt og heitt, þjáningarfullt og sigrihrósandi. Skyndilega umhverfist það í skopgrímuhlátur. Fram úr kjólbarminum hefur hún dregið lítinn hlut, heldur honum á lofti, hreykin, fagnandi. 239

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.