Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR borgin — hin fagurlýsta — þeirra eigin heimur. Og það líður töluverð stund áður en jafnvel sá næmasti þeirra finnur til nærveru einhvers sem er fram- andi. En þetta segir til sín. Hann kennir einhvers óróleika, sama óróleika og næmir menn finna oft, þegar einhver sem þeir sjá ekki horfir á þá. Hann ekur sér í sætinu, ypptir öxlum, gerir sér enn ekki fulla grein fyrir þessum óróleika. Svo lítur hann skyndilega í kringum sig. Hann ber hönd fyrir augu til að sjá út í gluggann. Svo rís hann upp, stendur nokkrar sekúndur á báðum áttum, gengur að glugganum. Þetta er í miðri gjöf: spilafélagar hans hafa enga ástæðu til að taka eftir fjarveru hans eða honum sjálfum þar sem hann stendur álútur og blínir út á götuna. Samt stendur hann þarna nokkuð lengi og grafkyrr. Það sem hann sér heillar hann, blæs honum í brjóst einhverju sem líkist skyndilegum ótta. Hann greinir ekki mikið meira en stúlkuandlit sem horfir upp til hans, ungt, frítt, en afskræmislega fölt og lífvana. Ljós frá bogalampa slær bláleitum blæ á hör- undið. í þessu dauða andliti lifa augun ein, stór, galopin, eins og þau dreymi, brennandi af örvæntingu, en jafnvel sú örvænting er í þann veginn að kulna út. Þetta er sýn sem heldur honum föstum. Og hún þarna úti? Hún sér aðeins ungan mann, einkennilega hamingju- saman og birtuljómandi ungan mann sem virðir hana fyrir sér með ótta og kannski meðaumkun. Ungan mann sem kannski finnur snöggvast til samúðar með henni, af allt öðru tagi en húsfrú maríumynd völundarhússins hafði að bjóða. Og allt í einu brosir hún. Brosir, vegna þess að hann er fallegur, brosir, vegna þess að hann er kannski góður, brosir, vegna þess að henni er svo bjart fyrir augum, eða vegna þess að þegar allt kemur til alls, þá er það bara eðli- legt, að ung stúlka brosi við ungum manni. Brosir og bærir varirnar eins og hún hvisli. En brosið eykur aðeins á óhugnaðinn. Og hverju getur hún hvíslað öðru en hæðnisorðum eða klámi. Ungi maðurinn réttir úr sér, strýkur hendinni um ennið, hleypir í brýnnar. Hann grípur í gluggatj öldin og dregur snöggt fyrir. Stendur nokkur augnablik hugsi, kallar á þjóninn eða, framreiðslumanninn (sem er að sínu leyti, ef hægt er, ennþá óaðfinnanlegri en ungu herrarnir), fær honum pening handa betlistúlkunni þarna úti. Þar með er vissulega öllu réttlæti fullnægt. Því betlistúlka og peningar eru óneitanlega það eina sem hugsanlegt er að eigi saman. Kannski þó ekki alltaf. Glugginn hættir að skína, betlistúlkan stendur eftir, alltof sljó til að skilja, 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.