Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 39
VÖLUNDARHÚSIÐ bara sá bezt siðaöi af öllum vel siðuðum, gamall húsþjónn, sem snýr sér undan með viðbjóði, heldur ungi herrann líka. Og þó, meðaumkun hans er samt enn jafn innileg. Og þegar stúlkan er hætt að borða og ménast aftur af þreytu áður en hún hefur kingt síðasta munnbit- anum, þá er það herra Axel sjálfur sem hagræðir henni á milli koddanna, vef- ur um hana ábreiðunni, slekkur ljósið — nema örlitla týru — og læðist var- lega út úr stofunni, þegar hann heldur að hún sé sofnuð. Og loks er nú komið að því, að ungi herrann getur dregið andann léttara, litið í kring um sig, brosað ögn að sjálfum sér. Óróinn og æsingurinn hafa jafnað sig, hið dularfulla er horfið. Eftir sitja aðeins tvær staðreyndir: hann hefur gert mikið góðverk, og hann hefur orðið sér úti um mjög undarlega stúlku að dragast með. Það fyrra er gott og blessað, það síðara — öllu vafa- samara. En hann hefur samt engar teljandi áhyggjur af því. í skynsamlegri ígrundan kemst hann í engan samjöfnuð við sinn trúa húsþjón sem nú býst til að hjálpa honum við að afklæðast og lætur á meðan rigna yfir hann spurning- um og getgátum. Er skrifborðið inni í stofunni þar sem stúlkan er nú ein- sömul, er það læst? Auðvitað ekki, sá gamli þekkir sinn herra. Er skjalaskáp- urinn læstur? Nei. Og allir þessir verðmætu smáhlutir á víð og dreif um her- bergið, eru þeir ekki eins og1 skapaðir til að hverfa ofaní alltof rúmgóðan pilsvasa? Er þetta ekki hreint út sagt að leiða fákæna sál í freistni? Stúlkan sefur vissulega, virtist sofa — hver veit? — lézt sofa — Honum verður svo vel ágengt, gamla manninum, með þessu viturlega skrafi, að ungi herrann tekur upp lyklakippuna, stendur þarna og handfjatlar hana, hugsar sig um. Það er óneitanlega ekki alveg út í bláinn, þetta sem karlinn segir. Það væri svosem hægt að stela frá honum. Þarna inni eru nokkrir smá- hlutir sem leitt gætu í freistni. Og allt í einu finnur hann, að hann mundi sjá minna eftir þessum dýrgripum, heldur en ef hann missti — ja, missti hvað? Hann gerir sér ekki svo nákvæmlega grein fyrir því. En hann stingur lykla- kippunni skörulega í vasann. Og þegar hann nú lítur upp og sér þungbúinn áhyggjusvipinn á andliti sínu í speglinum beint á móti, getur hann ekki stillt sig um að hlæja. En nokkrum sekúndum seinna hlær hann þó enn hj artanlegar, því þegar hann er kominn úr jakkanum og hefur fengið hann þjóninum, sér hann enn í þessum sama viðsjárverða spegli, hvernig karlinn dregur lyklana upp úr vas- anum, snúðugur og þrjózkufullur á svip og tautandi eitthvað í hálfum hljóðum við sjálfan sig. Engin leið að standa gegn svo þrákelknislegri trúmennsku! Þá 229
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.