Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Side 6
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR legar refsiaðgerðir gegn honum. En þó þannig megi virðast að þeir sem vildu koma fram við rithöfunda og listamenn sem fullveðja þjóðfélagsþegna hafi oftast ráðið meiru, þá er það auðvitað að afl andstæðinga þeirra var alltaf mikið. Því má ekki heldur gleyma að í þessum málum eru „óhreinni línur“ en í flestum öðrum, að menningarlegu afturhaldi getur skotið víða upp og orðið að faraldri, og að jafnvel þeim stjórnmálamönnum sem hölluðust að þeirri grundvallarstefnu sem hér hefur verið lýst var hún sjaldnast það hjartansmál að þeir gætu ekki hlaupið yfir í hina fylkinguna þegar hinn pólitíski vindur blés í þá átt. Það mun þó mála sannast, að enda þótt löngum hafi verið pottur brotinn, hafi aldrei verið verr ástatt um skipulag þessara listamannafjármála en á síðustu árum. Ringulreiðin er nú orðin alger, öll framkvæmd úthlutunarinnar er orðin aumasta háðung. Það eru ekki mörg ár síðan úthlutunarnefnd var stundum að gefa í skyn, að enda þótt hún hefði engar lögákveðnar reglur til að fara eftir, leitaðist hún við að haga úthlutun sinni í samræmi við nokkurskonar „réttarvenjur" sem hún hefði komið sér upp. En jafnvel þær „réttarvenjur" hafa nú verið þverbrotnar. I rauninni er aðeins ein gömul hefð enn haldin í heiðri af nú- verandi skiptaráðendum listamannafjár. Það er reglan um absolút forréttindi eiginkvenna og nákominna ættingja þeirra sem sæti eiga í nefndinni. (Annars er það merkilegt út af fyrir sig að Alþingi virðist hafa sérstaka áráttu til að kjósa í nefndina menn sem þar hafa fjölskylduhagsmuna að gæta, enda engin ákvæði um ruðningu í þeim rétti.) Meirihluti Alþingis og voldugri helft ríkisstjómarinnar virðast nú beinlínis hafa gert glundroðann í þessum efnum að stefnumáli sínu; það er eins og sterk pólitísk öfl líti á það sem hagsmuni sína að hann sé eina vinnuregla þeirra sem skipta listamannafé. Þessi öfl skirrðust til dæmis ekki við að gera sjálfan menntamálaráðherra að athlægi í hittifyrra með því að kæfa fyrir honum frumvarp um nýja skipun á þessum málum, en það frum- varp var að minnsta kosti viðleitni til að bæta úr ófremdarástandi. Það er heppilegt fyrir stjórnarsamvinnuna að lítil hætta er á að nokkur ráðherra geri menningarmál að „prinsíp- málum“! Vér skulum nú reyna að gera oss ljóst hvaða orsakir liggja til þess að núverandi valda- mönnum er svo umhugað að listamannalaunum sé ekki skapaður neinn skynsamlegur grundvöllur. Höfuðorsökin er fólgin í eðli þessara afla, sem nú hafa náð undirtökunum í íslenzku stjórnmálalífi. Glundroðinn sem þau viðhalda og auka í fjárveitingum til listamanna stafar ekki af ódugnaði og stefnuleysi, heldur er hann þáttur í stefnu þeirra og ein af að- ferðum þeirra. Vér skulum þó ekki segja að þessi stefna sé heilsteypt eða aðferðin þraut- hugsuð, því það er einmitt eitt af einkennum fyrmefndra afla að styðjast fremur við hug- boð og bráðabirgðaúrræði en rökhugsun og samkvæmni. Hér við bætist að þessi öfl eru sjálf samsett að minnsta kosti úr tveim höfuðpörtum (bandingjar ekki meðtaldir), og sá tvíklofningur kemur í rauninni fram í öllu sem þau gera og öllu þvi sem þau láta ógert. Hann kemur sérstaklega skýrt fram í listamannapólitík þeirra, og það sem meira er og sjaldgæfara: sú pólitík er jafn hagkvæm hugsjónum og hagsmunum beggja þessara parta. Annarsvegar er einfaldlega um það að ræða að hið gamla afturhald, það afturhald sem alltaf leit á rithöfunda og listamenn sem sníkjudýr, og löngum átti þó í vök að verjast, álítur að nú hafi það fengið færi á að hefna harma sinna. Því er það ákjósanlegt ástand að engar reglur séu lögfestar, heldur ráði geðþótti valdamanna öllu. Líkt og þeir konungar fyrri alda sem söfnuðu í kringum sig listamönnum og skáldum, vilja þessir íslenzku smá- 196

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.