Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vaxandi grasfall, og fleira slíkt, en þó fyrst og fremst hver gildistakmörk slík- ir hlutir setja gefnum atriðum dæmisins og reiknuðu svari. Dæmið er ágætt. Það er raunhæft og frjótt, og því má breyta á marga vegu. (Önnur mynd þess er í TÖLVÍSI BJÖRNS GUNNLAUGSSONAR, handriti í Landsbókasafninu, síðu 1165 til 1173). Ekki skrifa ég þó línur þessar vegna ágætis dæmisins, — það er á áberandi stað í alkunnri bók, og því flestum kunnugt, — heldur vegna þess hve illa hefur verið með það farið. Sama ranga svarið hefur staðið í svörum bókar- innar, í útgáfu eftir útgáfu, þótt þar hafi mörgu verið breytt. Mér hafa líka gefizt tækifæri, að sönnu mjög fá, til þess að athuga hvernig menn reiknuðu dæmið, þeir sem áður höfðu reiknað það í skóla, og þeir hafa reiknað það rangt. Enga hugmynd hef ég um hver reiknaði svörin fyrir útgefendur bókar- innar, né hvernig hann reiknaði, enda skiptir það ekki máli, en dæmin sem ég þekki eru öll á þennan veg: „Þegar 7 kýr hafa 10 daga beit á hálfum blettinum, hafa 14 kýr 10 daga beit á honum öllum. Uppsetningin er því: Á blettinum er 10 daga beit fyrir 14 kýr, — - 7 —■ — — x —; 14-10 x =-------; * = 20; Svar: 20 kýr.“ 7 Þetta er og svar SVARANNA Hvað getur valdið slíkri fásinnu? Dæmið er ætlað 14 ára unglingum eða eldri. Þá hafa þeir hangið yfir þrí- liðu, — að vísu, vegna sundurgerðar, oft nefndri ýmsum öðrum nöfnum, — í þrjá vetur, eftir að þeir höfðu nógsamlega numið hana, og varla séð eða heyrt annan reikning. Dæmin sem þeir hafa dundað við hafa verið vandlega samin, og „allar tölur gengið vel upp“. Þessi þrotlausa þjálfun magnar óbeit á reikningi hjá mörgum nemendum, — oft þeim hæfustu, — en öðrum verður það blindur vani að setja sérhvert dæmi upp í þríliðu, ef 3 tölur, 5 eða 7 eru gefnar, og láta þá margir tölurnar ráða reikningi (hversu á strik er sett), en ekki viðfangsefnið. Fáir einir endast, gegnum allt þetta stagl, til þess að taka reikningsefnum með vakandi athygli. Rétt er að gera strangari kröfur til kennara en nemenda. En er það samt 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.