Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Síða 71
ERLEND TÍMARIT í Brixton-fangelsi átti hann að borga tvo og hálfan shilling fyrir klefa sinn, og óðar en hann var kominn inn spurði hann fang- elsisstjórann hvort sér yrði vikið á dyr ef hann greiddi ekki leiguna, því hann hefði ekki í hyggju að borga einn eyri. Hann varði fangelsisvistinni til að skrifa bók: Inngang að stœrðjrœðilegri heim- speki. Fangelsisstjóranum bar að ritskoða bréf og handrit sem fangarnir sendu úr fangelsinu, en stærðfræðiheimspeki Russels varð honum heldur örðug svo hann gafst upp þegar hann hafði lesið nokkrar síður. Hann er meðlimur konunglega vísindafé- lagsins og hefur fengið bókmenntaverðlaun Nóbels. Hann hefur ritað snjallar bækur um stærðfræði, heimspeki, uppeldi, hag- fræði og félagsfræði; hann fjallar um mikl- ar víðáttur mannlegrar reynslu. Stundum hefur hann rétt fyrir sér og stundum rangt, en andi hans er alltaf jafn spurull og skarp- ur, óðfús að varpa nýju ljósi á þau vanda- mál sem mannkynið þarf að leysa. Nú er þó Russel kunnastur um allan heim fyrir það að hann helgar síðustu ár ævi sinnar því starfi að vara mannkynið við hættunni sem steðjar að því ef kjarnorkuvopnakeppnin heldur áfram. Brezka stjórnin setti Bertrand Russel í fangelsi fyrir fjörutíu og fjórum árum, en þó hann gangi nú í berhögg við virðuleg lög og yfirvöld af meiri alvöruþunga og ein- beitni en áður þá hikar stjórnin við að fara eins að og veit ekki hvað hún á til bragðs að taka. Fyrir skömmu voru forustumenn samtaka hans, 100-manna nefndarinnar, dæmdir í 18 mánaða fangelsi fyrir að skipu- leggja mótmælasetur við ameríska flugher- stöð. En Russel var ekki lögsóttur enda þótt hann færi til lögreglustöðvarinnar, viður- kenndi brot sitt og byðist til að svara til saka. En stjórnin kærði sig ekki um slíkt. Sak- sóknarinn hefði ekki fyrir nokkum mun viljað þurfa að fást við napurt háð og skýr rök Russels. Og ef hann hefði verið settur í fangelsi hefði hann ekki síður orðið sam- einingartákn fjöldans en utan fangelsisins. Hvernig gæti stjóm ríkis sem telur sig vera hluta hins frjálsa heims stungið mesta heimspekingi landsins í svartholið með öðru móti en því að verða að gjalti. Og þegar hann var dæmdur til fangelsis- vistar fyrir smávægilegar sakir í september 1961 var honum sleppt af heilsufarsástæð- um eftir nokkurra daga dvöl á fangelsis- spítalanum. Hann flutti eftirfarandi yfirlýsingu fyrir dómstólnum: „Með leyfi réttarins ætla ég að gefa stutta yfirlýsingu um þær orsakir sem liggja til núverandi afstöðu minnar. Þetta er per- sónuleg yfirlýsing, en ég vona að þeir sem em ákærðir fyrir sama, „glæp“ muni ekki vera ósamþykkir því sem ég ætla að segja. Það var aðeins smámsaman og okkur mjög á móti skapi, að við vorum knúin til að beita aðferðum óvirkrar borgaralegrar óhlýðni. Allt frá því að sprengjunni var varpað á Hiroshima 6. ágúst 1945 hefur hættan af atómvopnum valdið mér þungum áhyggjum. Ég byrjaði á því að vara fólk við með venjulegum aðferðum. Ég lét í ljós ótta minn í ræðu í lávarðadeildinni þrem mánuðum eftir að sprengjunum var varpað á Japan. Ég stefndi saman fremstu vísinda- mönnum úr öllum heimsálfum og ég er nú forseti á fundum sem þeir halda öðru hverju. Þeir senda frá sér viturlegar og hóg- værar skýrslur um atómvopn, líklegar af- leiðingar þeirra og leiðir til að hindra notk- un þeirra. Ekkert dagblað minnist á þessar skýrslur og þær hafa engin áhrif á ríkis- stjómir eða almenningsálit_____ Við vorum neydd til að taka upp aðferðir óvirkrar andstöðu vegna þess að þær hent- uðu betur en aðrar aðferðir til að gera stað- reyndirnar kunnar, og fólk fór þá að spyrja 261
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.