Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 32
HJALMAR BERGMAN
Völundarhúsið
Imiðri stórborginni er völundarhús. Það er gert af götum, hringlaga, S-laga
og með mörgum hornum, götum sem eru allavega í laginu nema beinar.
Og þó — þar er reyndar ein löng og örmjó gata sem er alveg bein. Ef einhver
gengur inn í þessa götu, eru líkur til að hann sleppi útúr völundarhúsinu.
Auðvitað eiga ekki allir jafn erfitt með að átta sig í rangölum völundar-
hússins. Þótt undarlegt sé, er það kannski erfiðast fyrir þann sem er kunnugur,
gagnkunnugur völundarhúsinu, að finna réttu leiðina út. Þetta fer greinilega
hvorki eftir góðri þekkingu á staðháttum eða ratvísi, heldur allt öðrum sálar-
gáfum. Að minnsta kosti fá menn þá hugmynd, þegar þeir athuga fólkið sem
stöðugt ranglar um göturnar; eins og það eigi sér ekkert takmark, engan vilja
og enga von.
Fólkið? Já, á daginn er það ennþá fólk, en strax og bregður birtu er það
ekki annað en skuggar. Nú jæja, það er víst mest að kenna lélegri götulýsingu.
Strjál og dauf ljóskerin virðast ekki til annars en gera göngumanninn ennþá
ruglaðri. Hálfrökkrið verður alloft mikið rökkur. Húsaportin og skúmaskotin
veita myrkri sínu út í götuna. Myrkri sínu og skuggum. Stundum getur manni
fundizt, að myrkrið sé svart vatn, gatan eyðilegt feneyjasíki og skuggarnir
reköld sem berist hægt með straumi.
En það eru líka Ijósir blettir í myrkrinu. Hér og hvar eru litlar sölubúðir sem
halda sýningu á dóti sínu í dauflega lýstum gluggum. Þessir gluggar laða til
sín skuggana, skína á þá, ylja þeim og koma þeim til að tala, pata höndum og
brosa, næstum eins og þeir væru fólk. Fyrst og fremst á þetta við um litlu
skuggana, barnsskuggana, skuggabörnin.
Til eru lika mannabústaðir sem kosta því til að hafa Ijós í stöku glugga. Til
dæmis eru tvö nokkuð björt ljósker yfir nafnskiltinu á Hótel Flore. Sennilega
er matstaðurinn góði stoltur af sínu fína, franska nafni — nafni sem einhver
dóni hefur þó klórað í með krít og breytt í hið miður fína: Flór!
222