Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í rétttrúaðri kristni; stundaði svo nám við Adams-háskólann (Adams-College), þar sem hann síðan dvaldist í fimmtán ár sem kennari. Þrjátíu og sjö ára að aldri hlaut hann að erfðum frá frænda sínum höfðingjaembætt- ið yfir 170 þúsund sálum Amakholwa-ætt- flokksins, en hann telst til Zulu-þjóðflokks- ins í Natal-héraði. Luthuli, ættflokkshöfðingi í hálfan ann- an áratug, fékk nóg tækifæri til að kynnast hversdagslífi blökkumanna, Indverja og allra þeirra annarra, sem við kynþáttakúg- un búa. Kristilegar tilfinningar hans blönd- uðust pólitískri yfirvegan. 1938 sat hann heimskirkjuþing á Ind- landi, 10 árum síðar ferðaðist kirkjufull- trúinn Luthuli til USA, þar sem hann gekk í amerísku safnaðarkirkjuna (Congregation Church). Um þetta leyti, 1948, sigraði „Þjóðemis- sameiningarflokkur" Búanna í fyrsta sinn hinn brezkviljaða „Sambandsflokk" í kosn- ingum. Þessi áreiðanlega tjáning þjóðar- viljans — af 14 milljónum íbúa Sambands- ríkja Suður-Afrfku hafa 3 milljónir kosn- ingarrétt, enda fyrir guðs skuld hvítir á hör- und — leiddi til valdatöku Búaprestsins og blaðaútgefandans, Daniel F. Malan. Hann flýtti sér að jarðfesta hina 3 stólpa, sem Apartheid (kynþáttaaðskilnaður) stendur á, í suðurafrískri löggjöf: 1. Lög gegn hjónabandi fólks af ólíkum kynþáttum, 2. Aðskilin íbúðahverfi kynþáttanna, 3. íbúaskráning. Á svipaðan hátt, í formi smásálarlegra, fyrst í stað ógagnsærra útilokunarlaga, hóf Hitler að framkvæma Gyðingastefnu sína, en í Suður-Afríku eru hlutföll kynflokk- anna slík að ekki getur verið um útrýmingu að ræða, heldur algjöran aðskilnað og þræl- dóm. Afleiðing þessarar stefnu varð m. a. sú, að ANC hafði sig stöðugt meira í frammi og efldist að fylgi og áhrifum. Kynþáttakúgunin, sérlega í því formi, að allir blökkumenn sama ættflokks voru flutt- ir á sama afmarkað svæði, eða negrunum var vísað úr borgunum, harðnaði undir Búa- veldinu. 1951 lagði Luthuli höfðingjatitil- inn á hilluna og helgaði sig eingöngu stjórn- málum, í ANC-hreyfingunni. 1952 varð hann forseti samtakanna, þegar á því ári sendir ríkisstjórnin hann í útlegð til fæð- ingarþorps síns, Groutville. ANC gerði rík- isstjórninni og lögreglu hennar æ erfiðara fyrir með verkföllum gegn Apartheid-lögun- um og lágum launum, með kröfugöngum og með því að fara eftir þeirri áskorun Lut- hulis að kaupa engar suðurafrískar vörur. Þetta verzlunarbann fór nokkrum árum síð- ar sem eldur í sinu yfir mörg Asíu- og Ev- rópuríki. Luthuli var einnig, ásamt mörgurn öðr- um, flæktur í hin hlægilegu landráðarétt- arhöld í Pretoria 1957. Við þau var m. a. rússnesk matreiðslubók notuð sem sönnun um kommúníska neðanjarðarstarfsemi. Þegar Luthuli var látinn laus úr fangelsinu 1958, eftir að hafa kynnzt hnútasvipunni á eigin skrokki tóku hinir hörundsdökku þannig á móti honum, að líkast sigurför var. Um þetta leyti byrjaði ríkisstjórnin á því á nýjan leik að skylda alla dökka menn til að bera vegabréf. Þeir voru skyldaðir til að bera alltaf á sér persónuskilríki með nafni, ættflokki, vinnustað og heimilisfangi. Auk þess var þeim bannað að yfirgefa heimastað sinn, þ. e. máttu ekki ferðast, né máttu þeir sjást á götum úti eftir kl. 9 á kvöldin. Sem svar við þessu skoraði Luthuli á þolendur fyrirmælanna að fleygja skilríkj- unum á eld. Sjálfur reif hann skilríki sín fyrir framan myndavélar útlendra frétta- manna. Ríkisstjórnin sló aftur til hans og sendi hann á nýjan leik í útlegð til Groutville 256
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.