Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í rétttrúaðri kristni; stundaði svo nám við Adams-háskólann (Adams-College), þar sem hann síðan dvaldist í fimmtán ár sem kennari. Þrjátíu og sjö ára að aldri hlaut hann að erfðum frá frænda sínum höfðingjaembætt- ið yfir 170 þúsund sálum Amakholwa-ætt- flokksins, en hann telst til Zulu-þjóðflokks- ins í Natal-héraði. Luthuli, ættflokkshöfðingi í hálfan ann- an áratug, fékk nóg tækifæri til að kynnast hversdagslífi blökkumanna, Indverja og allra þeirra annarra, sem við kynþáttakúg- un búa. Kristilegar tilfinningar hans blönd- uðust pólitískri yfirvegan. 1938 sat hann heimskirkjuþing á Ind- landi, 10 árum síðar ferðaðist kirkjufull- trúinn Luthuli til USA, þar sem hann gekk í amerísku safnaðarkirkjuna (Congregation Church). Um þetta leyti, 1948, sigraði „Þjóðemis- sameiningarflokkur" Búanna í fyrsta sinn hinn brezkviljaða „Sambandsflokk" í kosn- ingum. Þessi áreiðanlega tjáning þjóðar- viljans — af 14 milljónum íbúa Sambands- ríkja Suður-Afrfku hafa 3 milljónir kosn- ingarrétt, enda fyrir guðs skuld hvítir á hör- und — leiddi til valdatöku Búaprestsins og blaðaútgefandans, Daniel F. Malan. Hann flýtti sér að jarðfesta hina 3 stólpa, sem Apartheid (kynþáttaaðskilnaður) stendur á, í suðurafrískri löggjöf: 1. Lög gegn hjónabandi fólks af ólíkum kynþáttum, 2. Aðskilin íbúðahverfi kynþáttanna, 3. íbúaskráning. Á svipaðan hátt, í formi smásálarlegra, fyrst í stað ógagnsærra útilokunarlaga, hóf Hitler að framkvæma Gyðingastefnu sína, en í Suður-Afríku eru hlutföll kynflokk- anna slík að ekki getur verið um útrýmingu að ræða, heldur algjöran aðskilnað og þræl- dóm. Afleiðing þessarar stefnu varð m. a. sú, að ANC hafði sig stöðugt meira í frammi og efldist að fylgi og áhrifum. Kynþáttakúgunin, sérlega í því formi, að allir blökkumenn sama ættflokks voru flutt- ir á sama afmarkað svæði, eða negrunum var vísað úr borgunum, harðnaði undir Búa- veldinu. 1951 lagði Luthuli höfðingjatitil- inn á hilluna og helgaði sig eingöngu stjórn- málum, í ANC-hreyfingunni. 1952 varð hann forseti samtakanna, þegar á því ári sendir ríkisstjórnin hann í útlegð til fæð- ingarþorps síns, Groutville. ANC gerði rík- isstjórninni og lögreglu hennar æ erfiðara fyrir með verkföllum gegn Apartheid-lögun- um og lágum launum, með kröfugöngum og með því að fara eftir þeirri áskorun Lut- hulis að kaupa engar suðurafrískar vörur. Þetta verzlunarbann fór nokkrum árum síð- ar sem eldur í sinu yfir mörg Asíu- og Ev- rópuríki. Luthuli var einnig, ásamt mörgurn öðr- um, flæktur í hin hlægilegu landráðarétt- arhöld í Pretoria 1957. Við þau var m. a. rússnesk matreiðslubók notuð sem sönnun um kommúníska neðanjarðarstarfsemi. Þegar Luthuli var látinn laus úr fangelsinu 1958, eftir að hafa kynnzt hnútasvipunni á eigin skrokki tóku hinir hörundsdökku þannig á móti honum, að líkast sigurför var. Um þetta leyti byrjaði ríkisstjórnin á því á nýjan leik að skylda alla dökka menn til að bera vegabréf. Þeir voru skyldaðir til að bera alltaf á sér persónuskilríki með nafni, ættflokki, vinnustað og heimilisfangi. Auk þess var þeim bannað að yfirgefa heimastað sinn, þ. e. máttu ekki ferðast, né máttu þeir sjást á götum úti eftir kl. 9 á kvöldin. Sem svar við þessu skoraði Luthuli á þolendur fyrirmælanna að fleygja skilríkj- unum á eld. Sjálfur reif hann skilríki sín fyrir framan myndavélar útlendra frétta- manna. Ríkisstjórnin sló aftur til hans og sendi hann á nýjan leik í útlegð til Groutville 256

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.