Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 70
Erlend tímarit BERTRAND RUSSEL NÍRÆÐUR Hér er þýdd, og nokkuð stytt, grein eftir brezka þingmanninn Emrys Hughes um Bertrand Russel, en hann varð nírœður 18. maí síðastliðinn. Greinin birtist í New Times. AÐ var á fundi í Lundúnum snemma árs 1916 að ég heyrði í fyrsta skipti til Bertrands Russels. Til fundarins var boðað til að andmæla styrjöld og herskyldu á þeim tíma þegar stríðsæsingin var í hámarki og fundum þeirra sem andvígir voru stríði var oft sundrað af þeim föðurlandselskandi skríl sem kveikti í ástríðum sínum við loga þjóð- rembingsblaðanna. Bertrand Russel, sem hafði haft dirfsku til að baka sér óvinsældir með því að mót- mæla stríðinu, var einn helzti ræðumaður- inn. Þegar hann hóf ræðu sína mátti heyra hávaðann í mannfjöldanum fyrir utan sem var að reyna að brjótast inn. Þegar Russel var hálfnaður með ræðuna brustu glugga- rúðurnar og steinar flugu inn í salinn. En ræðumaður hélt áfram eins og ekkert væri... Hann, hafði þegar getið sér orð sem fræðimaður og stærðfræðingur, en bækling- ar þeir, bækur og ræður þar sem hann barð- ist gegn stríðinu, öfluðu honum meiri frægðar, og honum var bannað að tala á fundum í sumum iðnaðarhéruðum, þar sem verkamenn voru óánægðir og andvígir stríð- inu. í fyrri heimsstyrjöldinni stuðlaði Bert- rand Russel að skipulagningu hreyfingar- innar sem barðist gegn herskyldu. Af þeim sökum var honum vikið úr kennarastóli í Cambridge-háskóla, þar sem hann hafði kennt stærðfræði og heimspeki. Hann var einnig dæmdur í sex mánaða fangelsi sam- kvæmt lögunum um vernd konungdómsins. I grein sem hann hafði skrifað í The Tri- bunal stóð þetta: „Ef friður kemst ekki á innan skamms mun öll Evrópa svelta ... Menn munu berj- ast um nauðþurftir sínar. Hvort sem amer- ísku herfylkingarnar, sem munu þá hafa setzt að í Frakklandi og Englandi, bera sigurorð af Þjóðverjum, þá verða þær þess sjálfsagt umkomnar að skjóta verkfalls- mönnum skelk í bringu, enda er ameríski herinn vanur því starfi heima hjá sér. Ég held því ekki fram að ríkisstjómin hafi þetta í huga. Allt bendir til þess að hún hafi ekkert í huga og lifi frá degi til dags í sælli fáfræði og tilfinningavaðli.“ Bertrand Russel var sonarsonur jarlsins af Russel, frægs brezks stjórnmálamanns, og honum var heimilað að afplána sekt sína í hinni svokölluðu fyrstu deild. Þar hafði hann ekkert samneyti við aðra fanga og var leyft að hafa penna og blek og pappír, bæk- ur sínar og föt. 260

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.