Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 53
VÖLUNDARH ÚSIÐ sér á grímuball. Ungi maðurinn getur ekki annað en brosað — eilítið rauna- lega kannski. En hann á samt erindi. Hann leitar að litlum, týndum hlut sem ekki er vert að lendi í röngum höndum. Hann stingur seðli að fleðulegri kerl- ingunni og verður einn eftir í herberginu. Hann tekur að leita meðal hlutanna sem liggja þar á rúi og stúi. Og meðan hann leitar án árangurs vaknar óró- leikinn á ný. Ekki alveg að ástæðulausu kannski. Einmitt nú kreistir stúlkuhöndin skamm- byssuna. Og einmitt nú færist svipur á andlit litlu rókókógreifynjunnar sem minnir á vissan hátt á stúlkuna á Café Flore. Til allrar hamingju er hún ekki jafn einmana og hún, og umhverfið er annað. Við hlið hennar og með hand- legginn utan um mittið á henni gengur herrann. Agnarvitund reikull í spori kannski, en allt annað en ólánlegur. Þau leita útgangsins, koma að skínandi björtu hliðinu. Og þar hangir auglýsingin. Þau stanza andartak, Ingiríður lyftir skammbyssunni og miðar á auglýsinguna. Þessum stráksskap tekst að afstýra. Nú kemur glaður hópur á eftir þeim. Það eru skjólstæðingar frú Grossman, þokkagyðjurnar þrjár með herrum sínum. Ballinu er lokið, en ekki kjötkveðjugalsanum. Þokkagyðjumar hljóta að hverfa á ný inn í skuggaheim völundarhússins — en það skal verða í skrúðgöngu. Herrarnir bera blys. Fylkingin dansar yfir torgið, litla rókókógreifynjan fremst, hávær, kát, laus við sorg og sút. En allt í einu stanzar hún, verður eftir. Fyrir framan hana er stórt hús, forhlið þess er öll í kolamyrkri, nema stór gluggi á neðstu hæð. Það er ekkert sérstakt við þetta, nei, varla nokkurri manneskju gæti fundizt þetta eitthvað sérstakt. Nema litlu greifynjunni. Hún dregst að glugganum með ómótstæðilegu afli. Einu sinni áður hefur sama ómótstæðilega aflið rekið hana áfram og að sama skínandi glugga. En ef betur er að gáð og málið hugsað, þá er kannski samt sem áður eitt- hvað sérstakt og alltaðþví draugalegt við þetta herbergi þarna. Þar standa óaðfinnanlegu, glæsilegu húsgögnin, þar er á miðju gólfi spilaborðið og frá ljósahjálminum í loftinu fellur birta á þrjá auða stóla. Það er sjálfsagt þessi sterka birta í herbergi þar sem ekki er lifandi sál sem gerir það svona drauga- legt. Það er svo auðvelt, eina og eina sekúndu, að sjá það fyrir sér fullt af vofum. Fylkingin káta hefur stanzað, kallar á greifynjuna og kemur nú nær. Þau finna hana þar sem hún stendur bergnumin við gluggann. Astæðuna geta þau ekki skilið, ekki heldur svipinn á andliti hennar. En þegar þau koma auga 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.