Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 21
NOKKRIR PUNKTAR UM SIÐVÆÐINGU sveinn Buchmans, fór m. a. með hon- um er Buchman heimsótti Þjóða- bandalagið. Þá sjaldan Buchman tal- ar hlýlega um konur í skrifum sínum, er það til þess að hrósa þeim fyrir frábæra eldamennsku. Það er engin tilviljun. Buchman var einhver mest- ur sælkeri og átvagl, sem um getur. íburður í mataræði og óhóf er á- berandi í höfuðstöðvum MRA á Mac- kinac-eyju. Hvem dag eru þar dýr- indis réttir og lostæti á borðum handa heimamönnum og gestum sem koma víðsvegar að. Þangað var boðið ís- lenzkum hóp haustið 1957 og höfðu meðferðis í flugvélinni farm af fiski- bollum, gjöf frá reykvískum iðjuhöld sem vildi styrkja hreyfinguna. Þessar fiskibollur höfnuðu þó á öskuhaugun- um, siðvæðingarmönnum þóttu þær heldur lítilmótleg fæða, enda stungu þær mjög í stúf við þær dýru krásir sem Guð sá þeim fyrir. Reykingar þóttu allt að því dauða- sök og kvenfólki var uppálagt að láta ekki sjá sig í síðbuxum. Ung ensk hjón sem höfðu verið gift í nokkra mánuði, skýrðu frá því að þau hefðu ekki veitt hvort öðru rúmlögin frá því þau giftust sökum þess að þau hefðu ekki fengið boð frá Guði (guidance) um neitt slíkt. MRA-hreyfingin telur sig geta leyst úr öllum vandamáluin einstakl- inga og þjóða á einfaldan hátt. Hún miðar ekki að því að breyta skipulag- inu, heldur einstaklingnum. Maður- inn á að tileinka sér boðorðin fjögur um algeran heiðarleika, hreinlífi, sjálfsafneitun og kærleika, biðja óvin sinn fyrirgefningar og sættast við hann. Á Mackinac-eyju voru dagleg- ar samkomur með söngvum og ræðu- höldum þar sem Þjóðverjar báðu Frakka fyrirgefningar á framkomu sinni á stríðsárunum, frönsk yfirstétt- arbörn báðu nýlendumenn afsökunar og Danir báðu íslendinga fyrirgefn- ingar á aldalangri kúgun. Allt var þetta sætt og fallegt á að hlýða og göfugmennskan skein úr ásjónum manna. En eins og áður er getið, er ekki gert ráð fyrir að þessari hugarfarsbreyt- ingu fylgi breyting á ytri atvikum og högum. Auðjöfurinn á ekki að skipta upp eigum sínum meðal fátækra, hins- vegar á hann að elska þá og láta sér þykja vænt um þá, umgangast verka- mennina eins og bömin sín; verka- mennirnir skulu ekki lengur ásælast þann auð er þeir skapa atvinnurekend- um, þeir eiga að uppræta í sér hatr- ið til stóreignamanna og þá mun Guð sjá þeim fyrir magafylli. Nýlendu- þjóðir eiga ekki að ganga gegn herra- þjóðinni með byssum og morðtólum, heldur söng og tárum; á sama hátt á herraþjóðin að faðma þá í stað þess að murka úr þeim lífið. Allt á raunar að vera eins og það var að því undan- skildu að „friður og fyrirgefning“ á að ríkja í allra hugum. Frank Buch- man taldi allar þjóðfélagsbreytingar 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.