Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 51

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Qupperneq 51
VÖLUNDARH ÚSIÐ Beygður og auðmýktur, þótt á annan hátt sé, situr Axel við skrifborð sitt og byrgir andlitið í höndum sér. Oneitanlega er hann í vanda staddur: hann hefur lagt heiður sinn að veði og tekið svari manneskju sem engan veginn var þess virði að hann tæki svari hennar. Hann hefur, vægast sagt, gert sig hlægi- legan. Samt er það ekki sú hlið málsins sem hann brýtur heilann um. Hvort hann hefur gert sig hlægilegan eða ekki, það stendur honum hreint á sama um. Hann sér fyrir sér sýn sem ekki vill yfirgefa hann. Hann sér þetta ókunna og skelfi- lega stúlkuandlit sem á ákveðnu, kyrrlátu kvöldi lokkaði hann á einhvern dul- arfullan hátt út að glugganum. Hverskonar andlit var þetta? Hverskonar mannvera? Betlari? Tvímælalaust! Augu hennar betluðu, munnur hennar betlaði, b*os hennar, öll þessi hjálparvana, vesæla litla mannvera betlaði. En betlaði hvað? Gullpeningnum hafði hún kastað. Það var að slíta öll náttúrleg tengsl milli þurfalings og pyngjunnar. Smávægileg tortryggni hafði getað sært hana svo djúpt, að hún hikaði ekki við að kasta frá sér öllu því góða sem ný vinátta eða ást megnar að veita. Og hvað var hún svo? Réttur og sléttur þjófur, hvinnsk götudrós. Þetta er gáta til að brjóta heilann um, með drúpandi höfði og lokuðum aug- um. Orðalaust grubl í myndum sem sverja hver gegn annarri, afneita hver annarri, ljúga hver; upp á aðra. Eða minningin hin, um augnablikið þegar glerveggurinn brast á milli tveggja heima. Er lausnin á gátunni fólgin í þeirri minningu, því augnabliki? Ungi herrann brýtur heilann, og sá trúasti meðal þjóna vakir, röltir um og sýslar eins og tortrygginn og áhyggj ufullur búálfur. Við heilabrotum húsbónd- ans getur hann ekkert gert, hversu ógaman sem það er að horfa á hann sitja svona. En það getur verið ástæða til að líta eftir í herberginu, taka til handar- gagns, gá að hvort ekki í öllu falli... Og svo gerir hann uppgötvun. A arinhillunni liggur lítið hulstur. Það hefur alltaf legið þarna innan um annað smádót, og það er þarna ennþá. En það er opið. Og tómt. Karlinn tekur það upp, skoðar það í krók og kring — og skömm frá að segja, glaðnar yfir andliti hans. Því það er svo gaman að fá að hafa á réttu að standa — jafnvel þótt það rétta sé sorglegt. Jahá, nú skal húsbóndinn fá að sjá. Já, húsbóndinn vaknar við og sér. Starir með galopnum augum. Svo stend- ur hann snögglega upp, svo snögglega og æðislega, að þeim gamla fellur allur ketill í eld. TÍMARIT máls oc mennincar 241 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.