Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 47
VÖLUNDARHÚSIÐ En — víða er pottur brotinn og einnig hér. Það er ekki einungis búningur hennar sem er of raunverulegur, leikur hennar í hlutverkinu er það líka. Hún betlar eins og hún hafi aldrei gert neitt annað, feimnislaust, frekjulega og uppáþrengjandi eins og neyðin sjálf. Því verður ekki bjargað — hún vekur óhug meðal fiðrilda og blóma þessa rósagarðs. Gamanið nær ekki til hennar, en sjálf nær hún sínum vesalings fórnarlömbum, kvelur þau, spottar þau með alvöru sinni. Raunveruleiki grímubúnings sem hæðist að grímubúnum raun- veruleika. Og hún þreytist ekki, blygðast sín ekki, gengur frá manni til manns, úr einum laufskálanum í annan. Og hvar sem hún kemur stanzar kátínan og fjörið, stanzar eins og lífið í þyrnirósuhöll. Og betlistúlkan ráfar um, betlar, leitar, betlar, ráfar um. Ein. Ein? Og herrann? Glæsilegi herrann sem betur en nokkur gríma hefði átt að sannfæra fiðrildin um, að þetta væri aðeins grímuballs grín? 0, hann stendur þarna ennþá niðri við hliðið, og smám saman breytist hann úr mjög veraldar- vönum ungum manni í annan mann, ráðþrota, taugaóstyrkan, graman. Hann snýr sér í hringi og lítur í allar áttir, hann leitar í öllum vösum sínum, grípur hendinni um ennið, ígrundar — Gangstígurinn beini þar sem hálfrökkrið ríkir liggur í gegnum lystihús sem er hj arta skemmtigarðsins. Hér mætast allir stígarnir og göturnar. Og hér hef- ur hópur af flögrandi ástargyðjum — í mismunandi gervum, en allar í glitr- smdi veizluskrúða — slegið hring um ungan mann sem ver sig eftir beztu getu á þessum glímuvelli gáskans. Orustan stendur þó ekki lengi — hvert lag drep- ur áður en það hæfir eða rekur viðkomandi á flótta. Astargyðjurnar flögra burt, hver á eftir annarri ein og ein, hverfa inn í vinalegt rökkur hliðarstíg- anna. Og þarna stendur nú ungi maðurinn einn í hjarta fagnaðarins og ljóss- ins. Er nokkuð ömurlegra, dapurlegra, hryggilegra en einstæðingsskapurinn í uppljómuðum veizlusal? Hann kemur skyndilega, hann hverfur líka skyndi- lega, hann varir nokkrar mínútur eða augnablik — þó nógu lengi til að anda út, einstæðingsskapurinn fyllir loftið, það verður næstum því reimt, af tóm- leika, skeytingarleysi, leiða. Og þarna kemur einhver vera á móti honum utan úr rökkri gangstígsins, vera sem er eins og fædd af gráum leiða þessa augnabliks. I þessum kostulega álfheimi verður fátækleg tilvera hennar raunveruleg. Betlistúlkan gengur til hans, réttir honum höndina með grímuleikstilburðum sem ekki eru lengur neinir grímuleikstilburðir. Hann hikar andartak, rumskar við, svo grípur hann báðar hendur hennar, dregur hana til sín, tekur af henni grímuna. 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.