Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Síða 32
Tímarit Máls og menningar „Góður vilji“ er mjög upprunalegt hugtak í kristindómi, í senn guðfræði- legt og siðfræðilegt. Svonefndir villuflokkar kristnir hafa hafnað þessari hugmynd. Nú er það ekki erindi þessarar greinar að vefjast í guðfræði; en á alþýðlegu máli mætti eftilvill kalla „góðan vilja“ von manns og þrá til þess guðs sem er hámark góðs, summum bonum. Maður sem hefur slíka laungun er í huga guðs kjörinn til hjálpræðis. Lúter neitaði að viðurkenna frjálsan vilja manns, hvortheldur góðan eða illan, og deildi hatrammlega rnn málið við páfann og guðfræðínga hans, en einkum og sérílagi við Erasmus úr Rotterdam. Þegar Lúter var að þýða biflíuna breytti hann af trúarlegum ástæðum þessum texta í þýðíngu sinni. Hann þýddi svo: Ehre sei Gott in der Höhe, und Friede auf Erden und den Menschen ein Wohlgefallen. Oddur Gott- skálksson fór í spor Lúters og þýddi svo: Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnum góðvilji. í „raungum" biflíum, þeas. biflíum „villumanna“, þarámeðal í lúterstrúar- biflíunni okkar núna, er þessi hugmynd orðuð þannig: „Frið með þeim mönnum sem hann (þe. guð) hefur velþóknun á“. Hér hefur hugmyndinni semsé verið snúið öfugt, viljandi, sem niðurstöðu af hörðum deilum og kappræðum. Það eru ekki leingur menn með góðan vilja sem með þeim skal vera friður, heldur skal friður vera með þeim mönnum sem guð er að sínu leyti hugumhollur; og hefur velþóknun á fyrirfram. Þannig ber hin íslenska þýðíng núna meiri blæ af útvalníngu gyðíngdóms og náðarvali kalvínista, og síðast en ekki síst fullri andstöðu við hugmyndina um frívilja manns- ins, en klassiskum kristindómi kaþólsku kirkjunnar. Hinn upprunalegi jóla- boðskapur miðaldakirkjunnar kemur hinsvegar fram í því orðasambandi Sonatorreks sem hér er í umræðu. Skilyrði fyrir hjálpræði er að menn- irnir séu með góðan vilja: blessun guðs er yfir manni sem 'hefur góðan vilja; fyrir bragðið bíður hann „glaður og óhryggur“ hvers sem að höndum ber. „Góður vilji“ er samkvæmt kaþólskri trú lífakkeri kristins manns. Guðfræðilegt hugtak um „góðan vilja“ er einsog á var drepið nokkuð ólíklegt fyrirbrigði í munni landnemasonar sem á að vera fæddur í hálf- gerðu eyðilandi útí hafsauga uppúr AD 900. Mörgum góðum sagnfræðíngi hefur þótt súrt í brotið að ekki ógleggri maður en höfundur Egils sögu getur eingin upprunaleg heimkynni vísað á í Noregi þaðan sem fólk Egils sé komið. Hvert er baksvið þess manns sem yrkir sisona í Borgarfirði á lOundu öld? Sagan ljær fólki skáldsins í Noregi blæ af óargadýrum norðurhjarans sem anímistar þessir trúðu á, Ulfur hinn óargi, Hallbjöm hálftröll, Brunda- 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.