Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Qupperneq 32
Tímarit Máls og menningar
„Góður vilji“ er mjög upprunalegt hugtak í kristindómi, í senn guðfræði-
legt og siðfræðilegt. Svonefndir villuflokkar kristnir hafa hafnað þessari
hugmynd. Nú er það ekki erindi þessarar greinar að vefjast í guðfræði; en
á alþýðlegu máli mætti eftilvill kalla „góðan vilja“ von manns og þrá til
þess guðs sem er hámark góðs, summum bonum. Maður sem hefur slíka
laungun er í huga guðs kjörinn til hjálpræðis. Lúter neitaði að viðurkenna
frjálsan vilja manns, hvortheldur góðan eða illan, og deildi hatrammlega
rnn málið við páfann og guðfræðínga hans, en einkum og sérílagi við Erasmus
úr Rotterdam.
Þegar Lúter var að þýða biflíuna breytti hann af trúarlegum ástæðum
þessum texta í þýðíngu sinni. Hann þýddi svo: Ehre sei Gott in der Höhe,
und Friede auf Erden und den Menschen ein Wohlgefallen. Oddur Gott-
skálksson fór í spor Lúters og þýddi svo: Dýrð sé guði í upphæðum og friður
á jörðu og mönnum góðvilji.
í „raungum" biflíum, þeas. biflíum „villumanna“, þarámeðal í lúterstrúar-
biflíunni okkar núna, er þessi hugmynd orðuð þannig: „Frið með þeim
mönnum sem hann (þe. guð) hefur velþóknun á“. Hér hefur hugmyndinni
semsé verið snúið öfugt, viljandi, sem niðurstöðu af hörðum deilum og
kappræðum. Það eru ekki leingur menn með góðan vilja sem með þeim skal
vera friður, heldur skal friður vera með þeim mönnum sem guð er að sínu
leyti hugumhollur; og hefur velþóknun á fyrirfram. Þannig ber hin íslenska
þýðíng núna meiri blæ af útvalníngu gyðíngdóms og náðarvali kalvínista,
og síðast en ekki síst fullri andstöðu við hugmyndina um frívilja manns-
ins, en klassiskum kristindómi kaþólsku kirkjunnar. Hinn upprunalegi jóla-
boðskapur miðaldakirkjunnar kemur hinsvegar fram í því orðasambandi
Sonatorreks sem hér er í umræðu. Skilyrði fyrir hjálpræði er að menn-
irnir séu með góðan vilja: blessun guðs er yfir manni sem 'hefur góðan
vilja; fyrir bragðið bíður hann „glaður og óhryggur“ hvers sem að höndum
ber. „Góður vilji“ er samkvæmt kaþólskri trú lífakkeri kristins manns.
Guðfræðilegt hugtak um „góðan vilja“ er einsog á var drepið nokkuð
ólíklegt fyrirbrigði í munni landnemasonar sem á að vera fæddur í hálf-
gerðu eyðilandi útí hafsauga uppúr AD 900. Mörgum góðum sagnfræðíngi
hefur þótt súrt í brotið að ekki ógleggri maður en höfundur Egils sögu getur
eingin upprunaleg heimkynni vísað á í Noregi þaðan sem fólk Egils sé
komið. Hvert er baksvið þess manns sem yrkir sisona í Borgarfirði á lOundu
öld? Sagan ljær fólki skáldsins í Noregi blæ af óargadýrum norðurhjarans
sem anímistar þessir trúðu á, Ulfur hinn óargi, Hallbjöm hálftröll, Brunda-
22