Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 108
Tímarit Máls og menningar textanum allnáið þótt þeir grípi sums staðar til endursagnar eða styttingar. Það verður að játa að misfellur eru margar á verkinu. Þýðingarbragurinn er allvíða of áberandi vegna klúðurslegs orðalags, s. s.: „... það er þessi skortur á hæfileikum til að mynda tungumál sem heldur öpum eins og þeir eru“ (bls. 21); „... áskipuð einkenni hafi ekkert mikilvægi í atvinnubyggingu nútíma samfélags" (bls. 211). Einhverjum kann að þykja siíkar að- finnslur um málfar smásmuglegar og kann svo að vera samanborið við vill- andi þýðingu. Því miður gætir þess á nokkrum stöðum að merking hefur brenglast í þýðingu, t. d.: „Sóknarprest- ar veittu fræðslu í barnalærdómi og trú- arbrögðum. Þeir kenndu einnig einstaka útvöldum leikmönnum og prestsefnum hefðbundin fræði“ (bls. 168). (The local priest provided instruction in catechism and religious orders passed on higher learning to those who would follow in the priesthood and to some favoured laymen.) — ...... varð land- búnaðarbylting að eiga sér stað þegar margar fjölskyldur sameinuðu býli sín í stórbýli...“ (bls. 154). (... an agri- cultural revolution was required where- by many single family farms were com- bined (enclosed) into one large estate).1 Rétt er þó að geta þess að merkingar- brengl í þýðingunni eru yfirleitt létt- væg. Æskilegt hefði verið að þýðendur gættu meira samræmis í þýðingu hug- taka, því að yfrið nógur ruglingur er á þeim fyrir í íslenskum félagsfræðiritum. 1 Hið rétta er að hinar mörgu fjölskyld- ur sem talað er um í þýðingunni voru neyddar til að láta ábýlisjarðar sínar af hendi við stórjarðeigandann. Hér verður vikið að nokkrum dæmum þar sem mismunandi þýðing á sama hugtaki gerir textann óskýrari en efni standa til: — Þýðendur nota orðið stofnun bæði um organization og institution sem vísa þó til mismunandi hliða á félags- skipaninni. Ráðlegra hefði að mínu mati verið að nota nýyrðið félagsfesti yfir institution til þess að fyrirbyggja rugling, enda er hluttaksorðið félagsfest notað a. m. k. tvívegis. — Þýðendur hafa kosið að taka upp enska orðið function og stafsetja það upp á íslensku: fúnksjón, fúnksjónal- ismi. Ekki eru þeir þó samkvæmir í þessu efni, því að í síðasta kafla heitir fúnksjónalismi starfrcena kenningin. Lesandinn fær samt ekki að vita að hér er sama kenningin klædd í mismunandi orðabúning, atriðisorð gefa ekki bend- ingu um það. — Aðgreining orðanna situation og position tapast víða í þýðingunni vegna losaralegrar orðanotkunar. A bls. 211 er situation, sem kemur þar þrívegis fyrir með stuttu miilibiii, þýtt með fyrir- komulag, aðstaða, afstaða. A bls. 303 er work-situation hins vegar þýtt rétti- lega með vinnuaðstœður, en aftur með vinnuaðstaða á bls. 227 og 229. Þetta er bagalegt þar sem þýðendur hafa kosið að greina hugtökin status og position sundur með orðunum staða og aðstaða. Rugiingurinn magnast þegar talað er um „aðstæðu (sic!) þeirra í samfélags- byggingunni" (bls. 117) (their position in the social structure) eða um „... all- ar þær aðstöður (sic!) sem koma fram í iðnaði“ (bls. 230) (... all kinds of industrial situations). — Orðið hlutverkasveipur er notað yfir role-set, en hlutverkasamfella yfir multiple roles. Á bls. 230 eru hins veg- 410
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.