Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 11
Adrepur Því þröngsýnni sem kjarahyggja verkalýðshreyfmgarinnar hefur orðið, því meira svigrúm hefur skapast fyrir „ópólitíska“ verkalýðsforingja, þ. e. a. s. fólk sem aðhyllist ríkjandi skipulag í öllum meginatriðum og lítur á það sem höfuðhlutverk sitt að verja kjör umbjóðenda sinna innan þeirra marka sem þrístirnið atvinnurekendur-ríkisvald-verkalýðshreyfmg hefur komið sér saman um og miðast við „þjóðarhag" og „fjárhagsstöðu atvinnuveganna“, fólk sem er ekki að flaskja málin með smámunum einsog arðráni, skipulagi og stjómun framleiðslunnar, pólitískum völdum, jöfnuði, jafnrétti og inntaki daglegs lífs, fólk sem lítur á sjálft sig sem eðlilega hlekki í eðlilegri yfirsátaröð, jafnframt því sem það á stöðu sína og lífsréttlætingu undir því að ekki sé hróflað við status quo. Þetta fólk getur verið í öllum flokkum; svokallaðir verkalýðsflokkar eru fyrir löngu komnir svo í bland við skrifræðislegan kapítalisma að þeir geta hikstalaust flaggað verkalýðsforkólfum af þessu tagi og gera það óspart. Hefð- bundin skifting í hægri og vinstri á ekki við um þetta fólk, til þess á það of mikið sameiginlegt. Ótrygg staða þess í yfirsátaröðinni virðist m. a. móta hugmyndir þess á nokkuð einn veg. Það lítur á umbjóðendur sína á svipaðan hátt og Albert á Jón og Gunnu, smælingja sem eiga í vök að verjast og sjálfsagt er að vera góður við og hjálpa; það getur jafnvel borgað sig. Umfram allt er það óhugsandi að fjöldinn geti stjórnað sér sjálfur. Honum verður að leiðbeina, hann verður að leiða, því hann veit ekki hvað honum er fyrir bestu. Auðvitað væri engin smælingjapólitík til ef ekki væri nóg af fólki sem lítur á sig og sættir sig við að vera smælingjar. Ef allir Jónarnir og allar Gunnurnar væru ekki eins þjökuð af vanmáttarkennd, hlýðni og þrælsótta og raun ber vitni, þá hefðu þau með sér eitthvert það skipulag sem gerði þeim kleift að greiða götu sína sjálf án allrar hjálpar Alberts Guðmundssonar. Þá þyrftu þau ekki heldur á að halda rándýru og forheimskandi skrifstofubákni til að hugsa fyrir sig og flækja sín einföldustu mál. Þá hættu þau að vera smælingjar. Skifting samfélagsins í stjórnendur og hina stýrðu er ekki og getur ekki verið brýnt hagsmunamál fjöldans (jafnvel þótt langvarandi undirgefni geti orðið að sálrænni nauðsyn); þessi skifting bitnar augljóslega á honum og hann verður því ósáttari við valdaleysi sem hann upplifir sterkar tilgangsleysi vinnunnar, fáránleika neyslunnar og tómleikann í einkalífinu og samskiftum sínum við annað fólk, semsé sína firrtu tilveru. Á meðan hann finnur leið útúr ríkjandi fyrirkomulagi styður hann það óbeint með þolandahætti og sinnuleysi. Hið sama verður ekki sagt um hina. Þeir hafa allan hag af því aö viðhalda þessu fyrirkomulagi, festa sjálfa sig í sessi sem valdastétt og forréttindahóp — og gera það líka. 265
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.