Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 15
Domitila de Chuangara
Á alþjóðlegri
kvennaráðstefnu
Domitila Barrios de Chuangara er 43 ára kona frá Bóliviu, eiginkona námuverkamanns og móðir
8 lifandi barna af ellefu fæddum. Hún hefur staðið framarlega í baráttu verkalýðsins í Bólivíu um
árabil. Tvisvar sinnum hefur hún fengið tækifæri til að vekja athygli á þeirri kúgun og eymd sem
ríkir í ættlandi hennar á alþjóöavettvangi, og i bæði skiptin tókst henni það með miklum
ágætum. Þetta gerðist á kvennaráðstefnum SÞ, fyrst í Mexico 1975 og siðan i Kaupmannahöfn i
júli s. 1. Meðan síðarnefnda ráðstefnan stóð yfir var framið enn eitt valdaránið i Bóliviu. Domitiia
sat óopinberu ráðstefnuna, og þegar fréttin barst um valdaránið fór hún ásamt stórum hópi
kvenna frá Suður-Ameríku á opinberu ráðstefnuna til þess að tala þar, en danska lögreglan var ekki
á þvi að hleypa konunum inn i ráðstefnusalinn og fjarlægði þær með valdi. Atburður þessi vakti
mikla gremju og danska lögreglan fékk miður glæsilega umfjöllun i blöðum víða um heim fyrir
þetta tiltæki sitt.
Þessi frásögn frá kvennaráðstefnunni i Mexíkó er tekin úr bók sem Moema Viezzer skráði eftir
Domitilu og var fyrst gefin út 1977.
ÁriÖ 1974 kom brasilísk kona sem var kvikmyndaleikstjóri til Bólivíu. Hún var
gerð út á vegum Sameinuðu þjóðanna til að ferðast um alla Rómönsku
Ameríku, leita þar uppi kvennaleiðtoga og komast að þvi með þeirra hjálp
hvernig konur litu á stöðu sína og hvað gæti komið málstað kvenna að mestu
gagni.
Þegar hún kom til Bólivíu hafði hún mikinn áhuga á að ná sambandi við
Húsmæðrafélagið í Siglo Veinte sem hún hafði bæði heyrt um utan landsins og
séð til í heimildakvikmyndinni „Hugrekki alþýðunnar“. Þess vegna sótti hún
um að fá að ferðast upp í námuhéruðin, og ríkisstjórnin veitti leyfi til þess. Hún
heimsótti mig og var greinilega ánægð með það sem ég hafði að segja og sagði
mér að það væri mikilvægt að umheimurinn fengi vitneskju um það sem ég
hafði sagt henni. Hún spurði hvort ég gæti ferðast úr landi og ég sagði henni
sem satt var, að ég hefði ekki einu sinni efni á að ferðast innan míns eigin lands.
Þá spurði hún hvort ég gæti hugsað mér að taka þátt í kvennaráðstefnu sem
ætti að halda í Mexíkó ef hún gæti útvegað mér peninga. Ég hafði þá nokkrum
dögum áður frétt að næsta ár ætti að vera alþjóðlegt kvennaár.
Ég svaraði að ef slíkt byðist vildi ég það gjarnan en tók þetta ekkert hátíðlega
og hugsaði að þetta væri eins og hvert annað loforð sem ekkert yrði síðan úr.
269