Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 23
A alpjóðlegri kvennaráðstefnu
ráðstefnunni og lesið um yður í blöðunum. Eg hef klappað svo oft fyrir yður að
mig verkjar í hendurnar.“
Orð hennar gerðu mig fokreiða, það var engu líkara en hún héldi að
vandamálin sem ég talaði um væru bara átylla til að vera i sviðsljósinu eins og
leikari sem bíður eftir lófatakinu. Mér fannst allt í einu eins og ég væri höfð sem
trúður til að skemmta i hléum.
„Heyrið nú, frú mín,“ sagði ég. „Hver hefur eiginlega beðið um að klappa?
Ef það leysti einhvern vanda vildi ég heldur erfiða þangað til hendurnar dyttu af
mér en að ferðast alla leið hingað frá Bólivíu, þar sem ég hef skilið börn mín
eftir, til að segja frá landi mínu. Haldið klappinu fyrir sjálfa yður því að fegursta
hylling sem ég hef nokkurn tíma fengið kom frá þögulum höndum námu-
verkamannanna.“
A eftir þessu kom til snarpra orðaskipta milli okkar. Loks sögðu einhverjar
við mig: „Ef yður finnst þér hafa svo mikið að segja, hvers vegna farið þér þá
ekki í ræðustólinn?"
Eg fór þangað upp og talaði. Eg reyndi að gera þeim skiljanlegt að mann-
réttindi væru ekki virt í Bólivíu og að lögunum væri óskaplega misbeitt, þau eru
nefnilega ströng gagnvart sumum en mild gagnvart öðrum. Það eru til konur
sem hittast og spila canasta og hylla ríkisstjórnina, og þær búa i velsæld og
öryggi og fá allan þann stuðning sem þær biðja um. En konur eins og við, sem
eru húsmæður og taka þátt í skipulagðri stéttarbaráttu, við erum ofsóttar og
beittar líkamlegum refsingum. Það var allt þetta sem þessar konur gátu ekki
skilið, þær höfðu engan skilning á þjáningum þjóðar minnar. Þær vissu ekkert
um hvernig menn okkar hósta upp úr sér lungunum í smábitum, hvernig fötur
af blóði ganga upp úr þeim. Þær vissu ekki um vannæringu barna okkar, og
auðvitað vita þær ekki hvað það er að fara á fætur kl. 4 að morgni og fara að sofa
kl. 11 eða 12 bara til að geta sinnt húsverkum, erfiðu starfi án nokkurra
þæginda.
„Getið þið yfirleitt áttað ykkur á hvað þetta þýðir? Ykkur finnst lausnin
felast í því að taka upp baráttu gegn karlmönnum. Jæja, og er það allt og sumt?
I okkar augum er það ekki nóg, það er alls engin lausn.“
Eg hafði lokið máli mínu, og það sem ég sagði var óþvegið því ég var orðin
öskureið. Þegar ég gekk niður úr ræðustólnum hópuðust margar konur um mig
og þegar ég gekk úr salnum voru margar sem komu til að segja mér hvað þeim
þætti vænt um að ég skyldi segja frá þessu og að ég ætti að fara aftur inn í
ráðstefnusalinn því ég væri besti fulltrúi suðuramerískra kvenna, best til þess
fallin að túlka sjónarmið kvenna frá Rómönsku Ameríku á þessu þingi.
277