Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Qupperneq 23
A alpjóðlegri kvennaráðstefnu ráðstefnunni og lesið um yður í blöðunum. Eg hef klappað svo oft fyrir yður að mig verkjar í hendurnar.“ Orð hennar gerðu mig fokreiða, það var engu líkara en hún héldi að vandamálin sem ég talaði um væru bara átylla til að vera i sviðsljósinu eins og leikari sem bíður eftir lófatakinu. Mér fannst allt í einu eins og ég væri höfð sem trúður til að skemmta i hléum. „Heyrið nú, frú mín,“ sagði ég. „Hver hefur eiginlega beðið um að klappa? Ef það leysti einhvern vanda vildi ég heldur erfiða þangað til hendurnar dyttu af mér en að ferðast alla leið hingað frá Bólivíu, þar sem ég hef skilið börn mín eftir, til að segja frá landi mínu. Haldið klappinu fyrir sjálfa yður því að fegursta hylling sem ég hef nokkurn tíma fengið kom frá þögulum höndum námu- verkamannanna.“ A eftir þessu kom til snarpra orðaskipta milli okkar. Loks sögðu einhverjar við mig: „Ef yður finnst þér hafa svo mikið að segja, hvers vegna farið þér þá ekki í ræðustólinn?" Eg fór þangað upp og talaði. Eg reyndi að gera þeim skiljanlegt að mann- réttindi væru ekki virt í Bólivíu og að lögunum væri óskaplega misbeitt, þau eru nefnilega ströng gagnvart sumum en mild gagnvart öðrum. Það eru til konur sem hittast og spila canasta og hylla ríkisstjórnina, og þær búa i velsæld og öryggi og fá allan þann stuðning sem þær biðja um. En konur eins og við, sem eru húsmæður og taka þátt í skipulagðri stéttarbaráttu, við erum ofsóttar og beittar líkamlegum refsingum. Það var allt þetta sem þessar konur gátu ekki skilið, þær höfðu engan skilning á þjáningum þjóðar minnar. Þær vissu ekkert um hvernig menn okkar hósta upp úr sér lungunum í smábitum, hvernig fötur af blóði ganga upp úr þeim. Þær vissu ekki um vannæringu barna okkar, og auðvitað vita þær ekki hvað það er að fara á fætur kl. 4 að morgni og fara að sofa kl. 11 eða 12 bara til að geta sinnt húsverkum, erfiðu starfi án nokkurra þæginda. „Getið þið yfirleitt áttað ykkur á hvað þetta þýðir? Ykkur finnst lausnin felast í því að taka upp baráttu gegn karlmönnum. Jæja, og er það allt og sumt? I okkar augum er það ekki nóg, það er alls engin lausn.“ Eg hafði lokið máli mínu, og það sem ég sagði var óþvegið því ég var orðin öskureið. Þegar ég gekk niður úr ræðustólnum hópuðust margar konur um mig og þegar ég gekk úr salnum voru margar sem komu til að segja mér hvað þeim þætti vænt um að ég skyldi segja frá þessu og að ég ætti að fara aftur inn í ráðstefnusalinn því ég væri besti fulltrúi suðuramerískra kvenna, best til þess fallin að túlka sjónarmið kvenna frá Rómönsku Ameríku á þessu þingi. 277
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.