Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 31
Jóhanna Sveinsdðttir
Nokkur orð um Maghreb
Orðið Maghreb, sem þýðir sólsetur á arabísku, er samnefni fyrir þrjú lönd í
Norður-Afríku: Alsír, Marokkó og Túnis. Þessi lönd hafa átt margt sameigin-
legt frá fornu fari: strandlengju við Miðjarðarhafið þar sem skiptast á frjósöm
héruð, eyðimerkur og fjalllendi; sömu frumbyggjana: hina baráttuglöðu og
siðmenntuðu Berba; sömu innrásarþjóðflokkana: Rómverja, Vandala, Araba og
Tyrki; og síðast en ekki síst Múhameðstrúna, Islam, sem Arabar innleiddu á 7.
öld, ásamt arabískunni, sem er t. a. m. af öðrum stofni en mál Berba. Þar að auki
voru þessi landsvæði gerð að nýlendum eða hálfnýlendum Frakka á síðari hluta
19. aldar. Bersýnilega eiga þessi lönd því margt sameiginlegt, þó þau séu
jafnframt ólík um margt landfræði-, efnahags- og stjórnmálalega.
A sviði menningar eru frönsk áhrif skiljanlega sterkust i Alsír, því þar hófst
nýlendubrölt Frakka af alvöru um 1830, og í höfuðdráttum var landinu stjórnað
sem hluta af Frakklandi. Hins vegar voru Túnis og Marokkó aðeins svokölluð
verndarsvæði (protectorats), og Marokkóbúar (a. m. k. stór hluti þeirra)
streittust á móti Frökkum allt til 1912.
Skáldskapur lifir góðu lífi í Maghreb, bæði munnlegur og bóklegur. Frum-
byggjar landanna, Berbar, eiga t. d. auðugan kveðskapararf sem hefur að mestu
varðveist í munnmælum í árhundruð eða jafnvel þúsundir, þrátt fyrir menn-
ingarlega og stjórnmálalega yfirdrottnun Araba. Minnihlutahópar Berba hafa
staðið vörð um forna menningu sina á mörgum sviðum: tungumál og bók-
menntir, tón- og dansmennt, byggingarstil, og listiðnað ýmiskonar. En það er
kapítuli út af fyrir sig. — Magrebískir rithöfundar semja verk sín ýmist á frönsku
eða arabísku. Bókmenntirnar þrífast vel þrátt fyrir erfið skilyrði. Má þar helst
nefna gífurlega ólæsi meðal almennings og fæð útgáfufyrirtækja, sem hefur i för
með sér að margir magrebiskir höfundar verða að leita á náðir franskra for-
leggjara með verk sín, og þar með skrifa á frönsku. Þessir höfundar eru því í
tvöfaldri úlfakreppu: þeir skrifa á frönsku og berjast á móti nýlendudrottnun-
inni (sem mikið eimir eftir af) með vopni óvinarins: franskri tungu. Við þetta
bætist að margar bækur þeirra eru bannaðar í heimalöndunum af pólitískum
ástæðum. Þannig einangrast margur höfundurinn og boðskapur hans frá þeim
lesendahóp sem hann vildi ná til. Algengt er að magrebískir höfundar flæmist til
285