Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 39
Harrouda
frá Mekka) oggafhonum hana. Vinátta þeirra var með heilögu yfirbragði
og vakti stundum með mér óttablandinn hroll. Hann talaði sjaldan til
mín. Við töluðumst eiginlega aldrei við. Bara fáein orð varðandi hús-
haldið. Kannski höfðum við ekkert að segja hvort öðru. Allt gekk fyrir
sig samkvæmt ábendingum og augnagotum. Samræður færðu hann fjær
Guði. Hefðin lagði mér skyldur á herðar sem ég axlaði þegjandi. Hann
kyssti mig aldrei. Á milli okkar ríkti einhvers konar blygðun eða skömm.
Og þegar allt kemur til alls, hvers vegna hefði hann átt að tala við mig? Á
hvaða skoðunum hefðum við getað skipst? Ég var ekki til fyrir honum á
þeim vettvangi: um leið og hann lagðist upp í rúmið, glennti ég sundur
fæturna og beið. Þegar hann var búinn að slökkva ljósið, tók hann um
fætur mér, setti þær á axlir sér og fór inn í mig án þess að segja orð. Ekki
svo mikið sem stuna. Fyrir mér algjört svartnætti. Hvorki unaður né
hrifning. Aðeins eins konar örvænting. Þegar hann hafði lokið sér af,
sneri hann í mig baki og gaf sig friðsælum svefni á vald, eftir að hafa
fullnægt löngun sinni og skyldu, með húfuna á milli handanna. Ég lá
endilöng í volgu rúminu og reyndi að bægja frá mér kvíðanum. Mér til
skemmtunar setti ég mér fyrir hugskotssjónir holdlega fullnægingu hans,
sem var að sjálfsögðu algjört bannorð. Eg ímyndaði mér hann krydda
bænir sínar með ruddafengnum orðum. Svona æðisgengnar voru hug-
renningarnar sem fylgdu mér inn i nóttina.
Eg var álitin óhrein meðan á blæðingum stóð, og hann nálgaðist mig
ekki. Ég varð bannvara. Eg varð að tilkynna honum það, án þess að tala.
Nefna hlutina! HvOík vitfirring! Að tala við hann um tíðablóð var
óhugsandi. Og samt hefur alltaf verið tönnlast við mig á orðum spá-
mannsins: „í trúnni ber ekki að skammast sín fyrir að tala um ákveðna
hluti.“ Ástand mitt sem konu var ónefnanlegt. Að þora að tala, það var að
storka djöflinum og kalla yfir sig bölvun. Að þora að tala jafngilti því að
vera til, verða manneskja!
Ég átti því, eftir þegjandi samkomulagi, að láta hann vita þegar ég væri
óhrein (segjum óbrúkleg): ég batt rauðan klút um höfuðið. Lok blæð-
inganna mátti auðvitað merkja af næstu heimsókn minni í baðhúsið.
Ég hugsa til þess ennþá! Samræður! Og hvað hefðum við svo sem átt
að segja? Um hvað hefðum við rætt? Hann hafði sína verslun, sína vini,
293