Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 39
Harrouda frá Mekka) oggafhonum hana. Vinátta þeirra var með heilögu yfirbragði og vakti stundum með mér óttablandinn hroll. Hann talaði sjaldan til mín. Við töluðumst eiginlega aldrei við. Bara fáein orð varðandi hús- haldið. Kannski höfðum við ekkert að segja hvort öðru. Allt gekk fyrir sig samkvæmt ábendingum og augnagotum. Samræður færðu hann fjær Guði. Hefðin lagði mér skyldur á herðar sem ég axlaði þegjandi. Hann kyssti mig aldrei. Á milli okkar ríkti einhvers konar blygðun eða skömm. Og þegar allt kemur til alls, hvers vegna hefði hann átt að tala við mig? Á hvaða skoðunum hefðum við getað skipst? Ég var ekki til fyrir honum á þeim vettvangi: um leið og hann lagðist upp í rúmið, glennti ég sundur fæturna og beið. Þegar hann var búinn að slökkva ljósið, tók hann um fætur mér, setti þær á axlir sér og fór inn í mig án þess að segja orð. Ekki svo mikið sem stuna. Fyrir mér algjört svartnætti. Hvorki unaður né hrifning. Aðeins eins konar örvænting. Þegar hann hafði lokið sér af, sneri hann í mig baki og gaf sig friðsælum svefni á vald, eftir að hafa fullnægt löngun sinni og skyldu, með húfuna á milli handanna. Ég lá endilöng í volgu rúminu og reyndi að bægja frá mér kvíðanum. Mér til skemmtunar setti ég mér fyrir hugskotssjónir holdlega fullnægingu hans, sem var að sjálfsögðu algjört bannorð. Eg ímyndaði mér hann krydda bænir sínar með ruddafengnum orðum. Svona æðisgengnar voru hug- renningarnar sem fylgdu mér inn i nóttina. Eg var álitin óhrein meðan á blæðingum stóð, og hann nálgaðist mig ekki. Ég varð bannvara. Eg varð að tilkynna honum það, án þess að tala. Nefna hlutina! HvOík vitfirring! Að tala við hann um tíðablóð var óhugsandi. Og samt hefur alltaf verið tönnlast við mig á orðum spá- mannsins: „í trúnni ber ekki að skammast sín fyrir að tala um ákveðna hluti.“ Ástand mitt sem konu var ónefnanlegt. Að þora að tala, það var að storka djöflinum og kalla yfir sig bölvun. Að þora að tala jafngilti því að vera til, verða manneskja! Ég átti því, eftir þegjandi samkomulagi, að láta hann vita þegar ég væri óhrein (segjum óbrúkleg): ég batt rauðan klút um höfuðið. Lok blæð- inganna mátti auðvitað merkja af næstu heimsókn minni í baðhúsið. Ég hugsa til þess ennþá! Samræður! Og hvað hefðum við svo sem átt að segja? Um hvað hefðum við rætt? Hann hafði sína verslun, sína vini, 293
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.