Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 40
Tímarit Alá/s og menningar sínar trúariðkanir. . . Það var ekkert rúm fyrir mig í þessum ytri heimi. Það sem við áttum sameiginlegt var maturinn (en hann borðaði oft einn), og húsið þar sem kennslukonur mínar voru einsemdin og þögnin. Eg talaði við móður mína og systur, en ég þorði ekki að segja allt af létta. Bljúg sá ég hvernig æska mín eyddist upp í hrukkum manns, ókunnugs manns. Hann gat við mér barn. Ég var enn ólétt þegar hann dó. Skilurðu, enn þann dag í dag hef ég milli tannanna bragð dauðans sem hann skildi eftir í sængurfötunum. Eg get ekki gleymt hræðslunni sem greip mig daginn sem hann dó. Hann hafði komið heim fyrr en vanalega og beðið mig að kveikja fyrir sig á reykelsi. Hann taldi þreytuna stafa af augnverk. Þegar ég kom aftur með reykelsið var hann kominn með hita. Hann missti meðvitund smátt og smátt og dó um miðja nótt. Og þarna var ég ein með líki í þessu stóra húsi og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Fyrst og fremst vissi ég ekkert um dauðann. Móðir mín hafði lítillega minnst á hann við mig. Eg hafði séð afa minn deyja; en ég var ung. Faðir minn talaði við mig um dauðann í spekingslegum tón: „Mín fegursta ferð“, sagði hann við mig. „Þegar Guð hefur móttekið sál mína, mun mér finnast ég léttari og reiðubúnari undir dóminn . . . Maður getur ekki annað en hlakkað til þess fundar.“ Þetta auðveldaði mér engan veginn að standa andspænis dauð- um manni, alein, um hánótt. Eg eigraði á milli herbergja eins og vitstola manneskja. Eg fór út á veröndina og reyndi að kalla á nágrannana. Uti var stjörnubjört nótt. Þá sneri ég mér til himins. Ég bað um hjálp. Um morguninn var ég þegar orðin úrvinda og hafði ekki þrótt til að uppfylla þær skyldur sem biðu mín. Hvítklædd átti ég að láta í ljós sorg mína. Ég átti að virðast felmtri slegin. Eg átti að gráta og harma þennan öldung sem aðeins hafði haft örskamma viðdvöl í lífi mínu. Það varð að leggja sig í framkróka þeirra hefða sem aðstæðurnar kröfðust. En mér tókst ekki að leika sorgþrungna ekkju. Stóð mér á sama? Ekki alveg. En mér fannst þessi atburður ekki koma mér við og ég reyndi að neita því hlutverki sem samfélagið hafði lagt mér á herðar. Eg kenndi fjölskyldu minni um þetta allt saman. Móðir mín sárbændi mig um að gráta. Konurnar gengu fyrir mig í röð, með 294
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.