Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 40
Tímarit Alá/s og menningar
sínar trúariðkanir. . . Það var ekkert rúm fyrir mig í þessum ytri heimi.
Það sem við áttum sameiginlegt var maturinn (en hann borðaði oft
einn), og húsið þar sem kennslukonur mínar voru einsemdin og þögnin.
Eg talaði við móður mína og systur, en ég þorði ekki að segja allt af létta.
Bljúg sá ég hvernig æska mín eyddist upp í hrukkum manns, ókunnugs
manns.
Hann gat við mér barn.
Ég var enn ólétt þegar hann dó. Skilurðu, enn þann dag í dag hef ég
milli tannanna bragð dauðans sem hann skildi eftir í sængurfötunum. Eg
get ekki gleymt hræðslunni sem greip mig daginn sem hann dó. Hann
hafði komið heim fyrr en vanalega og beðið mig að kveikja fyrir sig á
reykelsi. Hann taldi þreytuna stafa af augnverk. Þegar ég kom aftur með
reykelsið var hann kominn með hita. Hann missti meðvitund smátt og
smátt og dó um miðja nótt. Og þarna var ég ein með líki í þessu stóra
húsi og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Fyrst og fremst vissi ég
ekkert um dauðann. Móðir mín hafði lítillega minnst á hann við mig. Eg
hafði séð afa minn deyja; en ég var ung. Faðir minn talaði við mig um
dauðann í spekingslegum tón: „Mín fegursta ferð“, sagði hann við mig.
„Þegar Guð hefur móttekið sál mína, mun mér finnast ég léttari og
reiðubúnari undir dóminn . . . Maður getur ekki annað en hlakkað til þess
fundar.“ Þetta auðveldaði mér engan veginn að standa andspænis dauð-
um manni, alein, um hánótt. Eg eigraði á milli herbergja eins og vitstola
manneskja. Eg fór út á veröndina og reyndi að kalla á nágrannana. Uti var
stjörnubjört nótt. Þá sneri ég mér til himins. Ég bað um hjálp. Um
morguninn var ég þegar orðin úrvinda og hafði ekki þrótt til að uppfylla
þær skyldur sem biðu mín.
Hvítklædd átti ég að láta í ljós sorg mína. Ég átti að virðast felmtri
slegin. Eg átti að gráta og harma þennan öldung sem aðeins hafði haft
örskamma viðdvöl í lífi mínu. Það varð að leggja sig í framkróka þeirra
hefða sem aðstæðurnar kröfðust. En mér tókst ekki að leika sorgþrungna
ekkju. Stóð mér á sama? Ekki alveg. En mér fannst þessi atburður ekki
koma mér við og ég reyndi að neita því hlutverki sem samfélagið hafði
lagt mér á herðar. Eg kenndi fjölskyldu minni um þetta allt saman. Móðir
mín sárbændi mig um að gráta. Konurnar gengu fyrir mig í röð, með
294