Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 41
Harrouda forkostulegum svipbrigðum, og vottuðu mér samúð sína. Ég leit ekki við þeim. Ef satt skal segja gerði nærvera þeirra og tiktúrur mig ráðþrota. Það var auðveldara að lesa sorgina af andlitum þeirra en mínu. Eg skammaðist mín. Skammaðist mín að vera svo ung orðin ekkja öldungs. Mér fannst ég hafa kastað dögum mínum á glæ. Mér hafði alltaf verið sagt að fráskilin kona eða ekkja ætti enga framtíð fyrir sér. í hæsta lagi var hægt að bjóða henni „annars-flokks-framtíð“; hún yrði að sætta sig við það sem lífið kynni að bjóða henni. Hún hefur ekki lengur rétt á að krefjast neins. Hún er ekki lengur ung stúlka, skilurðu? Hún á ekki lengur neitt nýtt að bjóða karlmanni! Þannig fannst mér ég hafa lækkað í verði . . . Eg var hrædd og ég skammaðist mín . .. Þegar sá látni hafði verið þveginn, ilmsmurður og klæddur, var ég beðin um að fara og kyssa enni hans í kveðjuskyni. Kyssa hann í síðasta sinn! Hann, sem hafði aldrei kysst mig! Hvílík örlög! Ég skalf og ætlaði að streitast á móti. En móðir mín teymdi mig. Þegar ég sá þennan líkama sveipaðan hvítum líkklæðum, var nærri liðið yfir mig. Ég beygði mig niður og þóttist snökta. Ég fann lykt dauðans, slíka sem ég hafði ætíð ímyndað mér hana. Mér er ennþá ógerlegt að muna hvernig það sem eftir var athafnarinnar fór fram. Um kvöldið fylltist ég örvæntingu. Mér varð skyndilega ljóst að ég bar í mér hluta af þessum öldungi. Barnið sem hafði vaxið innra með mér í þrjá mánuði, var sæði sem fyrir réttlætis sakir hafði bjargast úr líkama úr hættu. Ég ákvað að losa mig við það. En hvernig átti ég að fara að því? Ég var ung og reynslulaus. Ég minntist þess að með því að gleypa stóran skammt af Soudan-pipar var hægt að framkalla fósturlát. En var ég fær um það? Ég sneri mér til móður minnar og hún bað mig um að sýna skynsemi og vitnaði í kafla úr Kóraninum. Eg ýtti burt úr huga mér hugsuninni um fóstureyðingu og gafst upp. Þegar öllu var á botninn hvolft hefði ég aldrei haft nægilegt hugrekki til að brjóta gegn lögunum. Ég hef alltaf verið hlýðin. Það hefur aldrei verið mikill uppreisnarandi innan okkar fjölskyldu. Auðvitað hafa tveir af bræðrum mínum fengist við pólitík. 295
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.