Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 49
Hringurinn dýrlegra en að láta bóndann draga sig ril þess að horfa á sauði, þá var það þetta. Hún tók af sér hattinn stóra, lét hann svífa niður á grasið og sagði bóndanum að bera hann heim fyrir hana, því að hún vildi finna goluna á andliti sínu og í hári sínu. Síðan hélt hún heim á leið, löturhægt, eins og hann hafði sagt henni, því að hún vildi hlýðnast honum að öllu leyti. A leiðinni varð hún æ gagnteknari þeirri miklu gæfu að vera ein, öldungis alein, Bísjú var ekki einusinni með henni. Hún minntist þess ekki að hafa nokkru sinni fyrr farið alein í gönguför. Landslagið um- hverfis hana ljómaði og þagði, það virtist fullt af fyrirheitum, og hún átti það. Hún átti meira að segja svölurnar sem hnituðu hringa uppi í háloftunum. Því að hann átti þær, og hún átti hann. Hún gekk stíginn bugðótta fram með runnunum, og eftir skamma stund sáu mennirnir við fjárhúsið ekki til hennar. Væri kostur á nokkru ljúflegra, hugsaði hún, en að ganga þennan græna stíg, hægt, hægt, og láta hann ná sér þar. Jú, datt henni þegar í hug, það yrði ennþá ljúflegra að víkja af stígnum inn í skóg og hverfa þar — vera horfin af yfirborði jarðar, þegar hann kæmi stikandi eftir örskotsstund, loksins orðinn þreyttur á því að tala um kindur, með hjartað gagntekið þrá í hana. Hugsun laust niður í hana og hún stansaði til þess að átta sig á henni. Fyrir nokkrum dögum hafði bóndi hennar riðið brott til þess að fylgjast með heyskapnum, en hún hafði sjálf verið þreytt og hafði ekki kært sig um að fara með honum. Hún hafði þá ásamt Bísjú ráfað um til þess að kanna ríki sitt. Bísjú hafði hlaupið á undan henni og hafði snuðrað hvarvetna, hann hafði gelt og litið á hana og fengið hana með sér inn í þennan sama skóg. Meðan hún var varlega að komast gegnum kjarrið var hún allt í einu komin að rjóðri í því miðju, lítilli vin eins og lokrekkju með gullingrænum ársal. Allt í einu hafði henni fundist að hér væri hún í hjarta ríkis síns, og hún varð snortin mikilli gæfu. Æ, skyldi hún geta fundið þennan heilaga, dularfulla stað aftur? Ef hún fyndi hann, myndi hún standa þar dauðahljóð, dulin öllum heimi. Konráð myndi skyggnast til allra átta í leit að henni, hann gæti ekki áttað sig á því, hvað orðið hefði um hana. Eina andrá, áður en hún kallaði á hann, myndi honum skiljast að fullu, hvílík auðn alheimurinn væri, skelfileg eyðibyggð, ef hún væri ekki í honum. Hún leit íhugul á skógarjaðarinn til þess að finna aftur 303
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.