Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 52
Tímetrit Meili og meuuingetr Andartak fylgdu þau honum með augunum. Hringurinn valt smáspöl í áttina til hans en stöðvaðist rétt fyrir framan beran fót hans. Hann sparn lionum frá sér með hreyfingu sem naumast sást. Síðan leit hann upp og framan í hana aftur. Þannig stóðu þau, hún vissi ekki hversu lengi. Hún fann að þessa stund gerðist eitthvað, allt var orðið breytt. Hann teygði sig niður og tók upp vasaklútinn hennar. An þess að líta af andliti hennar dró hann aftur hnífinn úr slíðrinu og sveipaði kjörlíninu um hnífsblaðið langa. Hann átti erfitt með það, því að annar hand- leggurinn var brotinn. Meðan hann fékkst við það varð andlit hans fölara og fölara undir sauri og blóði þar til það lýsti nánast eins og fosfór. Hann káfaði á hnífnum báðum höndum og tróð honum niður í slíðrið. Ann- aðhvort var slíðrið of vítt og hafði aldrei hæft hnífnum eða ella var blaðið orðið mjög slitið, — hnífurinn komst inn vafinn í vasaklútinn. Hann hélt áfram að líta á hana í tvær eða þrjár sekúndur, síðan lyfti hann andliti sínu, enn gagnteknu kynlegum fosfórljóma, og lokaði augunum. Þetta var ákvörðun og endalok. Með þessari einu hreyfingu gerði hann það sem hún hafði sárbænt hann um: hann afmáði sig og hvarf. Hún var frjáls. Hún steig skref aftur á bak, andspænis henni var andlitið blinda, stirðnaða. Því næst beygði hún sig eins og hún hafði gert til þess að komast inn í skógarrjóðrið og hélt brott jafn hljóðlát og hún hafði komið. í skógarjaðrinum stansaði hún og gáði að stígnum yfir engið. Hún sá hann og fór að ganga hann, heim á leið. Bóndi hennar var ekki enn kominn fram hjá skógarhyrnunni. Nú stikaði hann eftir stígnum, sá hana og hrópaði hó, kátur í bragði. Hann náði henni senn. Þar var stígurinn svo mjór að hann varð að hálfu að ganga á bak við hana án þess að leiða hana. Hann fór að segja henni hvað gengið hefði að lömbunum. Hún hélt áfram, skrefi á undan, og hugsaði: „Nú er öllu lokið.“ Eftir nokkra stund tók hann eftir því hvað hún var þögul. Hann gekk upp að hliðinni á henni, leit á hana og spurði: „Hvað er að?“ Hún leitaði svars og sagði: „Eg hef týnt hringnum mínum.“ 306
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.