Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 52
Tímetrit Meili og meuuingetr
Andartak fylgdu þau honum með augunum. Hringurinn valt smáspöl
í áttina til hans en stöðvaðist rétt fyrir framan beran fót hans. Hann sparn
lionum frá sér með hreyfingu sem naumast sást. Síðan leit hann upp og
framan í hana aftur. Þannig stóðu þau, hún vissi ekki hversu lengi. Hún
fann að þessa stund gerðist eitthvað, allt var orðið breytt.
Hann teygði sig niður og tók upp vasaklútinn hennar. An þess að líta
af andliti hennar dró hann aftur hnífinn úr slíðrinu og sveipaði kjörlíninu
um hnífsblaðið langa. Hann átti erfitt með það, því að annar hand-
leggurinn var brotinn. Meðan hann fékkst við það varð andlit hans fölara
og fölara undir sauri og blóði þar til það lýsti nánast eins og fosfór. Hann
káfaði á hnífnum báðum höndum og tróð honum niður í slíðrið. Ann-
aðhvort var slíðrið of vítt og hafði aldrei hæft hnífnum eða ella var blaðið
orðið mjög slitið, — hnífurinn komst inn vafinn í vasaklútinn. Hann hélt
áfram að líta á hana í tvær eða þrjár sekúndur, síðan lyfti hann andliti
sínu, enn gagnteknu kynlegum fosfórljóma, og lokaði augunum.
Þetta var ákvörðun og endalok. Með þessari einu hreyfingu gerði hann
það sem hún hafði sárbænt hann um: hann afmáði sig og hvarf. Hún var
frjáls.
Hún steig skref aftur á bak, andspænis henni var andlitið blinda,
stirðnaða. Því næst beygði hún sig eins og hún hafði gert til þess að
komast inn í skógarrjóðrið og hélt brott jafn hljóðlát og hún hafði
komið.
í skógarjaðrinum stansaði hún og gáði að stígnum yfir engið. Hún sá
hann og fór að ganga hann, heim á leið.
Bóndi hennar var ekki enn kominn fram hjá skógarhyrnunni. Nú
stikaði hann eftir stígnum, sá hana og hrópaði hó, kátur í bragði. Hann
náði henni senn.
Þar var stígurinn svo mjór að hann varð að hálfu að ganga á bak við
hana án þess að leiða hana. Hann fór að segja henni hvað gengið hefði að
lömbunum. Hún hélt áfram, skrefi á undan, og hugsaði: „Nú er öllu
lokið.“
Eftir nokkra stund tók hann eftir því hvað hún var þögul. Hann gekk
upp að hliðinni á henni, leit á hana og spurði: „Hvað er að?“
Hún leitaði svars og sagði: „Eg hef týnt hringnum mínum.“
306