Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 58
Tímarit Máls og menningar
Eftir talsvert langa göngu kom fólkið í bæinn. Maðurinn kannaðist við
sig í bænum, því þetta var hans heimabær. Þarna hafði hann fæðst, og
einhvern veginn læddist að honum sá grunur að hann hefði líka látist þar,
þótt slíkt væri fjarstæða, úr því hann var á lífi.
Um leið gekk fólkið likt og í draumi fram hjá grafreit. Þrír menn voru
að hirða grafreitinn. Þeir sáðu skrautjurtum en rifu upp arfa. Manninum
í sögunni líkaði ekki, og þótti um leið undarlegt, að vínviður óx upp af
gröfunum. Grafreiturinn var fyrir bæði kynin. Áletrun á skilti staðfesti
það. Þar stóð með feitu letri: Þessi grafreitur er fyrir bæði kynin,
karla og konur.
Maðurinn fúlsaði við áletruninni. Datt honum þá í hug að hugsa til
vínsins, hvað það hlyti að vera undarlegt vín sem kæmi úr vínþrúgum á
vínviði sem óx á leiðum í kirkjugarði. Fólk hlýtur að ölvast á einkenni-
legan hátt af slíku víni. Kannski ölvast það af ást á dauða, hugsaði
maðurinn og gat ekki séð neitt dulrænt tákn í vínviðnum.
Fólkið vék af veginum og hélt yfir móa að hæðinni. Þaðan blasti við
augum bærinn hans uppi á annarri hæð, og húsin voru máluð í ýmsum
litum. Osjálfrátt hrópaði maðurinn í hrifningu:
Bærinn minn! Þetta er minn heimabær.
Kona i hópnum tók undir og sagði hátt:
I þrjátíu ár hefur minningin um þig verið það eina fegrunarlyf sem ég
hef notað. I þrjátíu ár hef ég yngt huga minn í hinni löngu útlegð með
minningum um þig. Og hugsunin um þig hefur varðveitt anga og
brot af æskunni í brjósti mér, þótt hún sjálf sé horfin.
Maðurinn kannaðist ekki við konuna, þótt hún væri ættuð úr heima-
bæ hans, En hahn fann einhvern óm af líkama hennar á leyndum stað,
einhvers staðar í honum sjálfum.
Nú var maðurinn kominn að húsi með háum dyrum. Gluggi var á
hurðinni, og í glugganum voru rúður í þremur röðum. Allar voru
rúðurnar smáar og í lit. Það hrikti í þeim þegar hann gekk inn í húsið.
Maðurinn gekk rakleitt að borði. Kona kom til hans og lagði bók á
borðið, um leið og hún sagði:
Taktu vel eftir hvaða breytingar verða á myndinni á síðunni þegar ég
fletti við blaðinu og við þér blasir sama mynd á næstu blaðsíðu.
312