Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 58
Tímarit Máls og menningar Eftir talsvert langa göngu kom fólkið í bæinn. Maðurinn kannaðist við sig í bænum, því þetta var hans heimabær. Þarna hafði hann fæðst, og einhvern veginn læddist að honum sá grunur að hann hefði líka látist þar, þótt slíkt væri fjarstæða, úr því hann var á lífi. Um leið gekk fólkið likt og í draumi fram hjá grafreit. Þrír menn voru að hirða grafreitinn. Þeir sáðu skrautjurtum en rifu upp arfa. Manninum í sögunni líkaði ekki, og þótti um leið undarlegt, að vínviður óx upp af gröfunum. Grafreiturinn var fyrir bæði kynin. Áletrun á skilti staðfesti það. Þar stóð með feitu letri: Þessi grafreitur er fyrir bæði kynin, karla og konur. Maðurinn fúlsaði við áletruninni. Datt honum þá í hug að hugsa til vínsins, hvað það hlyti að vera undarlegt vín sem kæmi úr vínþrúgum á vínviði sem óx á leiðum í kirkjugarði. Fólk hlýtur að ölvast á einkenni- legan hátt af slíku víni. Kannski ölvast það af ást á dauða, hugsaði maðurinn og gat ekki séð neitt dulrænt tákn í vínviðnum. Fólkið vék af veginum og hélt yfir móa að hæðinni. Þaðan blasti við augum bærinn hans uppi á annarri hæð, og húsin voru máluð í ýmsum litum. Osjálfrátt hrópaði maðurinn í hrifningu: Bærinn minn! Þetta er minn heimabær. Kona i hópnum tók undir og sagði hátt: I þrjátíu ár hefur minningin um þig verið það eina fegrunarlyf sem ég hef notað. I þrjátíu ár hef ég yngt huga minn í hinni löngu útlegð með minningum um þig. Og hugsunin um þig hefur varðveitt anga og brot af æskunni í brjósti mér, þótt hún sjálf sé horfin. Maðurinn kannaðist ekki við konuna, þótt hún væri ættuð úr heima- bæ hans, En hahn fann einhvern óm af líkama hennar á leyndum stað, einhvers staðar í honum sjálfum. Nú var maðurinn kominn að húsi með háum dyrum. Gluggi var á hurðinni, og í glugganum voru rúður í þremur röðum. Allar voru rúðurnar smáar og í lit. Það hrikti í þeim þegar hann gekk inn í húsið. Maðurinn gekk rakleitt að borði. Kona kom til hans og lagði bók á borðið, um leið og hún sagði: Taktu vel eftir hvaða breytingar verða á myndinni á síðunni þegar ég fletti við blaðinu og við þér blasir sama mynd á næstu blaðsíðu. 312
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.