Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 67
Annað Indókínastríð Bandaríkjamanna
I skýrslu þeirra er lýst ömurlegri aðkomu og heitið á Carter forseta að „bjarga
íbúum Víetnams af barmi þess hengiflugs sem gín við þeim . . . og koma
þúsundum karla, kvenna og barna til bjargar með einu myndarlegu, veglyndu
átaki.“ I skýrslunni er sérstaklega getið um óskaplegan fæðuskort og þörf fyrir
þurrmjólk handa börnum. Svar forsetans, að ráði Brzezinskis, var að undirrita
endurnýjaða hafnbannstilskipun á Víetnam, matvörur ekki undan skildar.
Það var þá sem endir var bundinn á sáttaumleitanir Víetnama gagnvart
Bandaríkjamönnum sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert ákaflega lítil skil. En
með sáttum við Bandaríkin vonuðust Víetnamar til að komast hjá því að vera
bitbein í kalda stríðinu milli Sovétríkjanna og Kína. Mig langar til að vitna hér
í úttekt eftir Derek Davies, ritstjóra hins íhaldssama tímarits Far Eastern
Economic Review\
Um það bil sem Carter var kjörinn forseti, í árslok 1976, stóðu Sovétmenn
höllum fæti í Víetnam ... Aðstoðarutanríkisráðherra Víetnams, Phan
Hien, hafði lýst yfir að Víetnam liti ekki á ASEAN-bandalagið sem
afsprengi heimsvaldasinna, né heldur styddi það tillögur Sovétmanna um
sameiginlegan öryggissáttmála Asíu. Heima fyrir var farið vægt í sakirnar
við innlimun og endurskipulagningu suðurhéraðanna.
Hanoistjórnin hafði gert Sovétmönnum gramt í geði með aðild sinni að
Alþjóðabankanum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Þróunarbanka. Asíu og
tilraunum til að friðmælast við Kínverja, sem sýndu áhuga að sínu leyti
samkvæmt fordæmi hins látna forsætisráðherra Chou EnLai, sem bar
alltaf mikla umhyggju fyrir Víetnam. Vorið 1977 var kynnt sú stefna sem
Hanoistjórnin ætlaði að fylgja til að leysa efnahagsvandann. Þá voru
birtar mjög frjálslegar reglur um erlenda fjárfestingu þar sem ákvæði voru
bæði um blandaða eignaraðild og fyrirtæki algerlega í erlendri eigu. Vorið
1978 lét Pham Van Dong á sér skilja að Víetnamar væru tilbúnir að falla
frá öllum skilyrðum fyrir viðræðum við Bandaríkjamenn, jafnvel um-
sömdum stríðsskaðabótum. Frá Washington barst ekkert svar. En í annað
sinn greiddu Bandaríkin atkvæði gegn því að bankinn (Þróunarbanki
Asíu) veitti fé til uppbyggingar í Víetnam.
3. nóvember 1978 var svo komið að Víetnamar áttu ekki annars kost en ganga
inn í COMECON og verða þannig enn háðari Sovétríkjunum. (Eg hef það
reyndar eftir áreiðanlegum heimildum að starfsmenn Þróunarbanka Asíu hafi
fengið fyrirmæli um að ,,týna“ skýrslunum um Víetnam).
TMM 21
321