Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 74
Tímarit Máls og menningar
ótæmandi, en mig grunar að það þurfi ekki annað en inflúensufaraldur til að
stráfella þau.
Endurreisnarstarfið mætir óteljandi erfiðleikum, sauðþráum embættis-
mönnum, „pólitískri“ afskiptasemi o. s. frv. o. s. frv., svo maðurgæti spurt hvað
hafi raunverulega breyst. Ríkisstjórnin er ekki steypt í eina mynd eins og margir
vilja vera láta, hún er hrærigrautur námsmanna, kennara og annarra eftirlifenda
hinnar gömlu borgarastéttar, fólks sem hefur numið einhverja iðn eða mennt,
og yfir þeim ríkja menn sem hafa hlaupist undan merkjum fyrri valdhafa, fengið
stutta endurhæfingu í Hanoi og láta nú hendur standa fram úr ermum.
Eftir ferðalagið með okkur var það mat Jims Howard að meira en 90% af
hjálparfé Oxfan hafi komist á áfangastað. Howard er sennilega einhver reyndasti
og virtasti „neyðarhjálparstjóri“ sem nú er uppi, margreyndur m. a. frá Indlandi,
Bangladesh og Biafra og gerólíkur ýmsum öðrum hjálparstofnanamönnum í
Phnom Penh, þeim sem hafa búið um sig í hinu gamla Hotel Royale, asískri
undrahöll með uppstoppuðum krókódílum i anddyrinu og andrúmslofti sem
minnir á einangrað klaustur. Howard sér vandamálin með augum fólksins, ekki
út frá einhverjum Messíasarkomplex eða til að upphefja sjálfan sig. Hann segir:
Það væri leitt ef fólkið sem hefur lagt fram fé til þessarar söfnunar vissi
ekki hvað mikið íbúar Kampútsíu eiga þeim að þakka. Sannleikurinn er
sá að mestur hluti hefur lent á áfangastað, spilling hér er varla teljandi.
Engar af þessum vörum eru seldar á svörtum markaði. Hér er ríkisstjórn
sem er einangruð og berst fyrir lífi sínu, og höfuðfjandmenn hennar eru
viðurkenndir af Sameinuðu þjóðunum. Við þessar aðstæður finnst mér
þeir hafa gert nánast kraftaverk í endurreisnarstarfi.
Ótti er það sem þjakar Kampútsíu núna, ekki hungur. Það er ótti sem kemur
fram í hverri samræðu og býr í öðru hverju andliti sem maður sér. „Kemur Pol
Pot aftur?“ var spurning sem hljómaði í eyrum mér hvað eftir annað. Þrátt fyrir
sprengjuregnið fyrir nokkrum árum og óopinberan stuðning vesturlanda við
Pol Pot ber lítið á þeirri útlendingahræðslu sem vesturlandamenn gætu vænst
hjá þjóð sem hefur orðið að þola svo mikla villimennsku útlendinga. Hefð-
bundin andúð Kampútsíumanna gagnvart Víetnömum hefur verið lögð á
hilluna til langframa, og ekki ber neitt á því „hatri“ sem þeir á landamærunum
láta sér svo tíðrætt um. Víetnamskir hermenn reika um á mörkuðunum
óvopnaðir, vel agaðir og virdr. Fólk sem býr inni í Kampútsíu veit vel að þeir
einir geta komið í veg fýrir nýja stjórn Rauðra kmera.
328