Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 75
Annað Indókínastríð Bandaríkjamanna
Monorom hótelið þar sem ég bjó í Phnom Penh efndi til „diskó-kvölds“ fyrir
skömmu. Konur og börn sátu öðrum megin í salnum, karlar hinum megin.
Fólk skemmti sér konunglega þangað til leikin var snælda með hinum ástsæla
söngvara Sin Sisamouth, og fólk gekk út að glugganum og grét. Hann hafði
verið færður til Battambang, neyddur til að grafa sina eigin gröf og syngja
þjóðsöng Rauðra kmera sem er allur um blóð og dauða. Siðan var hann laminn
til bana.
Það er aðeins ein lest sem er i förum með útsæði frá Phnom Penh til
norðvesturs. í bakaleiðinni annan hvern dag er hún eins og mauraþúfa af
fólki sem hangir utan á henni hvar sem handfesti er að fá, og jafnvel
lestarstjóraklefinn er eins og sardínudós. í næstu ferð eftir að ég fór með henni
gerðu Rauðu kmerarnir árás á lestina með eldflaugum og vélbyssum, a. m. k.
150 manns létu lífið. Þegar ég sagði kampútískri vinkonu minni frá þessu varð
andlit hennar steinrunnið eins og tilfinningarnar væru múraðar inni. Þetta eru
algeng svipbrigði, og fólk sést sjaldan tárfella. Hún hafði verið róttækur náms-
maður í Phnom Penh-háskólanum þegar Rauðu kmerarnir héldu þegjandi
fylktu liði inn í borgina. „Ég fór með félögum mínum út á götu til að fagna
þeim,“ sagði hún.
Ari seinna höfðu þeir drepið systur mína sem var barnshafandi, sex
bræður mína, móður mína og föður. Rétt fyrir frelsunina vissi ég að þá
átti að drepa mig, en ég komst undan inn í skóginn. Þann sama morgun
voru tveir litlir drengir sakaðir um að hafa stolið svínafóðri og okkur var
safnað saman til að sjá þá hengda. Þeir voru sex eða sjö ára gamlir.
Lesendur hafa e. t. v. kynnst slíkum hryllingssögum og mér þykir leitt að þurfa
að endurtaka þær. En um leið og blásið er glóðum að öðru Indókínastríðinu þar
sem fjölmennasta ríki heims og það öflugasta styðja þá sem sekir eru um slíka
glæpi fölna minningarnar næstum jafnótt og ímyndir morðingjanna eru fegr-
aðar að nýju. Khieu Samphan, sem hefur tekið við af Pol Pot sem „Forsætis-
ráðherra lýðræðisríkisins Kampútsíu“ hefur fengið heimspressuna í heimsókn í
aðalstöðvar sinar í skóginum með góðfúslegri hjálp thailenska hersins. Frétta-
ritari Times í Bangkok, Neil Kelly, lýsti honum sem „unglegum, þreknum,
brosleitum manni“ sem „vildi afmá leifar fortiðarinnar" og sagði að „fram-
tíðarstefna ríkisstjórnar sinnar yrði sú að stuðla að frelsi þjóðarinnar til að kjósa
hvers konar ríkisstjórn sem hún vildi, hvort sem hún væri kommúnísk, kapí-
talísk eða mitt á milli.“ Skyldi engúm flökra við?
329