Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 79
Bara Una hiti gðða — Þú ert miklu veikari en þú heldur, veslings frænka mín. Þessvegna geri ég það. — Eg er samt á góðum batavegi, sama hvað þú segir. — Ef þú reynir of mikið á þig getur þér versnað, sagði Una og lokaði augunum og tók um ennið. Ég má ekki hugsa til þess. Og af því frænkan var þakklát fyrir alla þá hugulsemi sem Una sýndi henni, vildi hún ekki særa hana og lét undan; samt fannst henni svo niðurlægjandi að vera meðhöndluð einsog ungabarn þegar hún var nærri því að vera sjálfbjarga um allt sem máli skifti, að hún freistaðist til að leika sig veikari en hún var til að hafa ástæðu að snúa sér til veggjar og geta þannig bitið í koddann stynjandi af bræði. — Þarna sérðu, þú ert fárveik, sagði Una. Aumingja frænka. Og aumingja frænka sagði ekki neitt en reyndi að sofna í von um að fá að minnstakosti að vera fullorðin og heilbrigð í draumum sínum. Því- líkur kross! hugsaði hún með sér og lést hrjóta. Þá heyrði hún Unu segja við sjálfa sig: — Vesalings manneskjan! Hver getur fullyrt að hún lifi þetta af? — Og frænkan gat ómögulega sofnað, hún var alltíeinu orðin svo hrædd við dauðann sem frammað þessu hafði verið hugsun hennar fjarlægur; var hún eftilvill með einhvern banvænan sjúkdóm sem læknarnir höfðu leynt hana? Þegar hún þóttist vakna sat Una við rúmið og var með augun svo full af gæskuríkri sorg að frænkan þóttist fá staðfestingu á grun sínum. — Hvað á ég langt eftir? spurði hún og var klökk. — Það veit Guð einn, sagði Una og dró uppúr pússi sínu líkneski af frelsaranum og setti í hönd frænku sinnar af stakri varfærni. Þetta gef ég þér í þeirri vissu að legan verði þér bærilegri. Svo snéri hún sér undan til að þurrka af sér tárin. En þá þoldi frænkan ekki meira, og fyrren varði voru þær báðar farnar að hágráta, frænkan af því hana langaði svo mikið til að lifa en vissi hún átti að deyja, Una af því henni fannst svo gott að vera góð. Nokkrum dögum seinna var frænkan orðin svo máttfarin að hún var aftur flutt á spítala. — Þetta er undarlegt, sögðu læknarnir. Við fáum ekki betur séð en þú 333
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.