Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 79
Bara Una hiti gðða
— Þú ert miklu veikari en þú heldur, veslings frænka mín. Þessvegna
geri ég það.
— Eg er samt á góðum batavegi, sama hvað þú segir.
— Ef þú reynir of mikið á þig getur þér versnað, sagði Una og lokaði
augunum og tók um ennið. Ég má ekki hugsa til þess.
Og af því frænkan var þakklát fyrir alla þá hugulsemi sem Una sýndi
henni, vildi hún ekki særa hana og lét undan; samt fannst henni svo
niðurlægjandi að vera meðhöndluð einsog ungabarn þegar hún var nærri
því að vera sjálfbjarga um allt sem máli skifti, að hún freistaðist til að leika
sig veikari en hún var til að hafa ástæðu að snúa sér til veggjar og geta
þannig bitið í koddann stynjandi af bræði.
— Þarna sérðu, þú ert fárveik, sagði Una. Aumingja frænka.
Og aumingja frænka sagði ekki neitt en reyndi að sofna í von um að fá
að minnstakosti að vera fullorðin og heilbrigð í draumum sínum. Því-
líkur kross! hugsaði hún með sér og lést hrjóta. Þá heyrði hún Unu segja
við sjálfa sig: — Vesalings manneskjan! Hver getur fullyrt að hún lifi
þetta af? — Og frænkan gat ómögulega sofnað, hún var alltíeinu orðin
svo hrædd við dauðann sem frammað þessu hafði verið hugsun hennar
fjarlægur; var hún eftilvill með einhvern banvænan sjúkdóm sem
læknarnir höfðu leynt hana? Þegar hún þóttist vakna sat Una við rúmið
og var með augun svo full af gæskuríkri sorg að frænkan þóttist fá
staðfestingu á grun sínum.
— Hvað á ég langt eftir? spurði hún og var klökk.
— Það veit Guð einn, sagði Una og dró uppúr pússi sínu líkneski af
frelsaranum og setti í hönd frænku sinnar af stakri varfærni. Þetta gef ég
þér í þeirri vissu að legan verði þér bærilegri.
Svo snéri hún sér undan til að þurrka af sér tárin. En þá þoldi frænkan
ekki meira, og fyrren varði voru þær báðar farnar að hágráta, frænkan af
því hana langaði svo mikið til að lifa en vissi hún átti að deyja, Una af því
henni fannst svo gott að vera góð.
Nokkrum dögum seinna var frænkan orðin svo máttfarin að hún var
aftur flutt á spítala.
— Þetta er undarlegt, sögðu læknarnir. Við fáum ekki betur séð en þú
333