Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 89
Yfirvald og þurfalingar leið: „Það er hægt að gera allar mögulegar samþykktir en í þessu efni þýða þær ekkert. Enginn má líóa skort.“ Eg þurfti skömmu síðar að fara af fundinum og vissi því aldrei hvort umtöluð samþykkt var gerð. En hafi slík samþykkt verið gerð þá hefur það engu máli skipt. Framkvæmd hennar hefði alltaf strandað á boðorði bæjarstjórans: „Eng- inn má líða skort“. Ég átti eftir að kynnast því vel og lengi síðar að þessi kenning var ekkert orðafleipur hjá bæjarstjóranum. Þetta var æðsta boðorð Magnúsar Jónssonar og því boðorði fylgdi hann í verki alla sína ævi af vammlausum trúnaði, eftir því sem geta hans leyfði og raunar oftast langt umfram efni. Magnús bæjarfógeti mun hafa talið sig andvígan kenningum Jafnaðarmanna svona yfirleitt. Hann reyndist okkur Krötum þó hlutlaus og hollur embættis- maður sem bæjarstjóri, en hann hélt því starfi áfram um nokkur ár eftir að við brutumst til valda í Hafnarfirði. Eg hef rökstuddan grun um að Magnúsi hafi fallið allvel við skoðanir okkar byltingamannanna í fátækramálum. Að minnsta kosti studdi hann jafnan með velþóknun tillögur mínar þau ár sem ég átti sæti í fátækranefnd. Þótti ég þó manna róttækastur í þeim málum og barðist eftir mætti gegn hinum andstyggilegu sveitarflutningum á þurfamönnum. Voru tillögur mínar því oft í beinni andstöðu við lögin. Það er og víst að Magnús bæjarfógeti var mjög andvígur nauðungarflutningum þurfamanna, þótt hann hefði stundum sem embættismaður neyðst til að standa að framkvæmd þeirra. Mun hann þó aldrei hafa gert það fyrr en allar aðrar leiðir voru lokaðar, og þá jafnframt gert allt sem í hans valdi stóð til að milda gjörninginn. Gæti margt verið frásagnarvert um viðhorf Magnúsar til fátækramála en hér verður aðeins minnst á fátt eitt. Eitt sinn bar það til í Hafnarfirði á þessum árum að umkomulaus og heilsutæp stúlka ættuð af öðru landshorni ól barn, sem hún gat ekki feðrað. Hafði stúlkan um skeið átt lögheimili í Hafnarfirði og getað séð sér farborða, en þurfti nú að leita eftir framfærslustyrk vegna barnsins. Fljótt kom að því að framfærslusveit stúlkunnar krafðist flutnings á henni og barninu. Varð allmikið þóf um málið þar til svo var komið, að ekki þótti fært að standa lengur á móti kröfunni um flutning. Komst þá málið á vegu bæjarfógeta til framkvæmda. Ég streittist þó enn á móti flutningnum og var hinn þverasti. Gerði ég allt sem ég gat til að flækja málið og tefja. Samúð Magnúsar með mínu sjónarmiði var augljós. Eg hélt því meðal annars fram, að ef stúlkan yrði flutt nauðungar- flutningi þessa löngu leið, þá yrði að fá flugvélina til að fara með hana og barnið. Var þá aðeins ein flugvél til á landinu og þótti víst ekki þurfamannafarkostur. 343
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.