Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 90
Tímarit Máls og menningar
Rökstuddi ég þetta álit mitt með því, að þótt lögin væru ómannúðleg þá mæltu
þau þó svo fyrir að þurfalinginn skyldi flytja fljótustu og beinustu leið. Var þá
bent á að lögin gerðu aðeins ráð fyrir flutningi á sjó eða landi. Eg svaraði þvi til,
að þegar lögin hefðu verið sett hefði ekki verið gert ráð fyrir flugvélum sem
farkosti, en hitt gæti ekki orkað tvímælis að löggjafinn hefði ætlast til að
flutningur væri sá skjótasti og beinasti sem kostur væri á og nú væri það flugið.
Var nú óskað úrskurðar yfirvaldsins hér að lútandi. Magnús bæjarfógeti kvað
þettageta verið álitamál og rétt að athuga það nánar. Ákvað hann síðan að fresta
framkvæmd um sinn og sleit fundi. — Nokkrum dögum síðar vildi svo
giftusamlega til að góð barnlaus hjón í Hafnarfirði buðu stúlkunni að taka
barnið til uppfósturs og þáði hún það. Var þá ástæðan til flutnings úr sögunni
því stúlkan gat séð sér einni farborða. Mér er minnisstæð gleði bæjarfógeta, er
hann fékk þau tiðindi að vandræði stúlkunnar væru úr sögunni á þennan
óvænta hátt.
Eg hitti Magnús bæjarfógeta síðast á götu hér i Reykjavík nokkrum dögum
fyrir dauða hans. Rætti hann við mig um stund, eins og jafnan var háttur hans er
fundum okkar bar saman. Sagði hann þá meðal annars: „Ég man alltaf þegar þér
heimtuðuð flugvélina fyrir stúlkuna og barnið, ef þau yrðu flutt sveitarflutn-
ingi. Með þessu móti tókst yður að koma í veg fyrir flutninginn. Það var
dásamlegt." — Eftir mörg ár yljaði það enn hinum hára heiðursmanni, að tekist
hafði að hindra flutninginn, sem vissulega var mest fyrir hans mikilsverðu hjálp.
Þá gerðist það eitt sinn að framfærsluyfirvöld í nágrenni Hafnarfjarðar tóku
ákvörðun um nauðungarflutning á aldraðri einstæðingskonu, eftir kröfu fram-
færslusveitar hennar austur á landi. I örvæntingu sinni flýði konan til Hafnar-
fjarðar og leitaði þar athvarfs hjá öldruðum heiðurshjónum sem hún þekkti. En
kvöldið áður en skipið fór sem flytja skyldi konuna austur hafðist upp á
dvalarstað hennar. Komu fulltrúar dvalarsveitar gömlu konunnar til Hafnar-
fjarðar síðla þetta kvöld og leituðu aðstoðar lögreglunnar. Magnús bæjarfógeti
var þá í embættiserindum utan bæjar. Sneru menn þessir sér þá til mín sem
lögregluþjóns, en ég var á verði þetta kvöld. Fór ég með þeim að dvalarstað
konunnar, en þar var hurð lokuð og fólk sjáanlega gengið til náða. Mér var
kunnugt um að sjúkleiki var á þessu heimili og mótmælti nú að nokkurt ónæði
væri gert þar nema í samráði við lækni heimilisins og urðu sendimenn að fallast
á það. Er til læknisins kom þá andmælti hann ákveðið að nokkur aðför yrði gerð
að fólkinu um kvöldið. Urðu sendimenn því frá að hverfa að svo komnu. En þeir
ákváðu að sækja konuna það snemma morguninn eftir, að þeir kæmu henni til
skips í tæka tið. Skyldi Hafnarfjarðarlögreglan setja vörð um dvalarstað
344