Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 91
Yfirvald og þurfalingar konunnar um nóttina, svo henni yrði ekki undankomu auðið. Var mér falið að sjá um þessa hlið málsins. Ekki rækti ég þetta skyldustarf mitt betur en svo, að þegar valdsmennirnir komu morguninn eftir var konan horfin og kunni enginn að segja frá dvalarstað hennar. Var margt um þetta rætt og mæltist frammistaða mín misjafnlega fyrir, sem vonlegt var. Tveimur dögum eftir atburðinn kom Magnús bæjarfógeti heim úr embættisferð sinni. Hringdi hann þegar til mín og kvaddi mig á sinn fund. Hefði ég vissulega mátt búast við réttmætum ávítum. Bæjarfógeti lagði fyrir mig að segja sér alla sögu málsins. Gerði ég það að sjálfsögðu og á svipaða lund og greinir hér að framan. Það var alllöng þögn er ég hafði lokið máli minu. Yfirvaldið horfði út um gluggann og brotlegur lögregluþjónn beið síns dóms. Loks sneri bæjarfógeti sér að mér og það var bros í augunum er hann sagði: „Þér vitið hvar konan er, Kjartan.“ Ég meðgekk það tafarlaust. Þá sagði hann: „Þér ættuð að vera svo góðir að koma með hana til mín.“ Ég lofaði því. Bæjarfógeti stóð þá upp og rétti mér hendina og það handtak var fast og hlýtt. Svo sagði hann: „Það er oft erfitt að framkvæma lögin. Maður verður stundum að setja mannúðina ofar lögunum. Við skiljum hvor annan.“ Svo sem vonlegt var varð ég að beita miklum fortölum til að fá gömlu konuna til að koma með mér á fund yfirvaldsins. Nú hélt hún að öll sund væru að lokast. Ég gat þó loks fengið hana til að trúa þvi að þetta yfirvald vildi henni ekki nema gott eitt. Bæjarfógeti hafði séð til ferða okkar og beið okkar i forstofunni er við komum. Hann tók á móti þessari umkomulausu konu likt og hann væri að heimta kæra systur úr helju. Hann leiddi hana til borðs með sér og leysti hana síðan út með gjöf. Nokkur eftirmáli varð út af þessari hrakningasögu gömlu konunnar og meðal annars nokkur blaðaskrif. Urðu margir til að vikja góðu að henni er hún kom heim aftur og ekkert varð úr nauðungarflutningi. Magnús bæjarfógeti mun oftast hafa búið við þröngan fjárhag enda voru launakjör hans löngum léleg. Hitt kom og til að um eigin fjárhag sást hann aldrei fyrir þegar fátækt fólk átti í hlut. Askriftir á víxla, peningalán og gjafir voru daglegir viðburðir og áreiðanlega meira en nokkur vissi um. Hann mátti ekkert aumt sjá og ég vissi aldrei til að hann synjaði nokkrum manni um hjálp sem hann vissi illa staddan. Það er og frásagnarvert og fágætt, að venjulega var hjálpin innt af hendi af svo frábærri góðvild og hjartahlýju, að engu var líkara en að viðkomandi væri að gera honum stórgreiða með því að þiggja hjálpina. — Þá var og hitt að hann gekk lítt eftir greiðslu opinberra gjalda hjá fátæku fólki og hafði auðvitað oft tjón af því. Eflaust hafa þó flestir viljað greiða sínu góða 345
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.