Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 91
Yfirvald og þurfalingar
konunnar um nóttina, svo henni yrði ekki undankomu auðið. Var mér falið að
sjá um þessa hlið málsins. Ekki rækti ég þetta skyldustarf mitt betur en svo, að
þegar valdsmennirnir komu morguninn eftir var konan horfin og kunni enginn
að segja frá dvalarstað hennar. Var margt um þetta rætt og mæltist frammistaða
mín misjafnlega fyrir, sem vonlegt var.
Tveimur dögum eftir atburðinn kom Magnús bæjarfógeti heim úr
embættisferð sinni. Hringdi hann þegar til mín og kvaddi mig á sinn fund.
Hefði ég vissulega mátt búast við réttmætum ávítum. Bæjarfógeti lagði fyrir
mig að segja sér alla sögu málsins. Gerði ég það að sjálfsögðu og á svipaða lund
og greinir hér að framan. Það var alllöng þögn er ég hafði lokið máli minu.
Yfirvaldið horfði út um gluggann og brotlegur lögregluþjónn beið síns dóms.
Loks sneri bæjarfógeti sér að mér og það var bros í augunum er hann sagði: „Þér
vitið hvar konan er, Kjartan.“ Ég meðgekk það tafarlaust. Þá sagði hann: „Þér
ættuð að vera svo góðir að koma með hana til mín.“ Ég lofaði því. Bæjarfógeti
stóð þá upp og rétti mér hendina og það handtak var fast og hlýtt. Svo sagði
hann: „Það er oft erfitt að framkvæma lögin. Maður verður stundum að setja
mannúðina ofar lögunum. Við skiljum hvor annan.“
Svo sem vonlegt var varð ég að beita miklum fortölum til að fá gömlu
konuna til að koma með mér á fund yfirvaldsins. Nú hélt hún að öll sund væru
að lokast. Ég gat þó loks fengið hana til að trúa þvi að þetta yfirvald vildi henni
ekki nema gott eitt. Bæjarfógeti hafði séð til ferða okkar og beið okkar i
forstofunni er við komum. Hann tók á móti þessari umkomulausu konu likt og
hann væri að heimta kæra systur úr helju. Hann leiddi hana til borðs með sér og
leysti hana síðan út með gjöf.
Nokkur eftirmáli varð út af þessari hrakningasögu gömlu konunnar og
meðal annars nokkur blaðaskrif. Urðu margir til að vikja góðu að henni er hún
kom heim aftur og ekkert varð úr nauðungarflutningi.
Magnús bæjarfógeti mun oftast hafa búið við þröngan fjárhag enda voru
launakjör hans löngum léleg. Hitt kom og til að um eigin fjárhag sást hann
aldrei fyrir þegar fátækt fólk átti í hlut. Askriftir á víxla, peningalán og gjafir
voru daglegir viðburðir og áreiðanlega meira en nokkur vissi um. Hann mátti
ekkert aumt sjá og ég vissi aldrei til að hann synjaði nokkrum manni um hjálp
sem hann vissi illa staddan. Það er og frásagnarvert og fágætt, að venjulega var
hjálpin innt af hendi af svo frábærri góðvild og hjartahlýju, að engu var líkara en
að viðkomandi væri að gera honum stórgreiða með því að þiggja hjálpina. — Þá
var og hitt að hann gekk lítt eftir greiðslu opinberra gjalda hjá fátæku fólki og
hafði auðvitað oft tjón af því. Eflaust hafa þó flestir viljað greiða sínu góða
345