Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 100
Gunnlaugur Astgeirsson „Á mjóum fótleggjum sínum koma mennirnir eftir hjarninu .. Um ljóð Stefáns Harðar Grímssonar Um þessar mundir eru liðin um 30 ár frá þvi að mikil umbrot áttu sér stað í íslenskri ljóðagerð. „Ungu skáldin“ sem kringum 1950 voru að gefa út sínar fyrstu bækur eru nú orðin miðaldra og hafa að sjálfsögðu þróast í ýmsar áttir í skáldskapnum sem og á öðrum sviðum. Þessi skáld, atómskáldin (Einar Bragi, Hannes Sigfússon, Stefán Hörður Grímsson, Jón Oskar, Sigfús Daðason og e. t. v. fleiri), hafa verið yrkjandi fram á okkar daga og þótt þeim hafi orðið mismikið úr verki þá verður ekki horft framhjá því að verk þeirra eru meðal þess sem rís hæst í íslenskum bókmenntum um miðbik þessarar aldar. Áhrif þeirra á yngri skáld eru einnig ómæld, því flest skáld sem komið hafa fram á eftir þeim hafa verið undir sterkum áhrifum þeirra og haldið áfram á þeirri braut sem þeir ruddu. Þegar nú er spurt hvað hafi verið að gerast í ljóðagerðinni fyrir 30 árum þegar atómskáldin brutu burtu fúnar stoðir staðnaðrar skáldskaparhefðar, þá er mönnum heldur greiðara um svör en þegar ríkjandi viðhorf var að líta á þessi skáld sem menningarlega hryðjuverkamenn sem tortíma vildu íslenskri menn- ingu. Það má svo sem til sanns vegar færa að íslensk menning hafi þá verið að tortímast með nokkrum hætti, en þar voru ekki skáldin að verki heldur sú mikla þjóðlífsbylting sem hér varð um og eftir seinni heimstyrjöldina. Það Island og sá heimur sem til var fyrir stríðið er horfinn og nýr heimur og nýtt Island komið í staðinn. Hér á landi varð menningarbylting, tæknibylting, lífskjarabylting auk þess sem Island er hætt að vera einangrað sker úti í hafsauga og er statt á miðju sviði heimsviðburðanna, peð í valdatafli stórveldanna. Eftir stríð er hér orðið til það tæknivædda veiðimannasamfélag með vanþróuðum pilsfaldakapítalisma sem við erum ennþá að reyna að skilja og stjórna með litlum árangri. Það er þessi samfélagsbreyting sem kallar á nýjar aðferðir og nýja hugsun í skáldskapnum. Skáldin gera það sem hver ný kynslóð verður að gera, að endurskapa listina miðað við breytta tíma, en tímarnir breyttust mun örar en 354
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.