Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Qupperneq 113
,,Hverju reiddust goóin?“
krossa. Þar var reykelsi lagt á glóð, „og lagði ilminn eigi síður gegn vindi en
forvindis“. Þar fluttu þeir ræður Hjalti Skeggjason og Gissur hviti, „með mikilli
snilld og orðfæri", hófu sitt mál með ævintýraríkri ferðasögu um lendur og
strendur fjarra staða, báru síðan kærar kveðjur frá konungi Noregs, Ólafi
Tryggvasyni, og boðskap hans um kristniviðurtöku. „Um síðir sneru þeir sinni
ræðu til mjúkrar áeggjunar við alþýðu, báðu allt fólk með blíðskap og fögrum
orðum að snúa á svinn sínu ráði og játa sig undir vilja og þjónustu konungs allra
konunga“. Og síðan gáfu þeir íslenskri þjóð það allra glæsilegasta tilboð, sem
þeim nokkru sinni hefur að eyrum borist. Þeim er boðið „að öðlast af guði
sjálfum eilífa ömbun vendilegs fagnaðar himinríkis dýrðar“. Sem umboðssalar
kunngjörðu þeir hátíðlega, að þessi af guði veitta ömbun veittist „að viðtekinni
skírn og heilagri trú og haldinni".
Að ræðum þessum loknum „gerðist þyss mikill og háreysti, af því að annar
maður af öðrum nefndi sér votta og sögðust úr lögum hvorir við aðra kristnir
menn og heiðnir“. En mitt í öllum þessum ósköpum hendist allt í einu
piltungur inn á sviðið og æpir mikilli raust, að uppi væru jarðeldar sunnan
Hengils og rynni hann óðfluga að bæ Þórodds goða „og ógnaði bráðum bruna
allri hans eign“.
Þá hækkaði heldur brún heiðingjanna, og einn þeirra mælti fyrir allra hönd:
„Það er eigi undarlegt, að goðin reiðist slíkum tölum sem nú heyrðum vér fram
fluttar fyrir skömmu“. Frá byggð íslands hafði Egill Skallagrímsson ekki verið
einn um þá skoðun, að Óðni og hans fylgifiskum væri alvarlega tekinn að bila
þróttur til verndar sínum skjólstæðingum. Þeim mátti því vera það mikið
fagnaðarefni, ef nú kæmi í ljós, að enn gætu þeir kippst ærlega við, þegar á þá
var ráðist með slíkri ósvífni sem hér var raunin á.
Þá kemur enn einn fram á sviðið úr mannþyrpingunni. Það mætti segja mér,
að sá hafi ekki verið mikill vexti, og það er ekkert víst, að honum hafi legið neitt
sérlega hátt rómur. En kunnur var hann meðal þeirra, sem vanið höfðu komur
sínar á Þingvöll undanfarin sumur, og nafn hans var einnig þekkt þeim, sem
heima höfðu setið. Það er frægt, að margur hafði sóst eftir að hlýða orðum hans,
ef vanda bar að höndum. Hann hvarflar augum rólega um velli og hraun og gjár
umhverfisins og varpar siðan fram eindæma hlutlausri spurningu í beinu fram-
haldi af fullyrðingu um reiði guðanna í eldgosinu, sem ógnaði höfðingjasetrinu
í Ölfusi. Hann spyr þess rétt svona, út af hverju guðirnir mundu hafa reiðst,
þegar öll þau ósköp gengu á, sem sýndu merki sín á staðnum, þar sem
þingheimur stóð. Og í beinu framhaldi af spurningunni leyfir hann sér í allri
hógværð að bera fram sitt álit í málinu og mælir á þessa leið: „Voru það eigi
367