Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 117
,,Hverju reiddust goðin?“ meira út frá hinu almenna í geymslu sögunnar um siðaskiptin, sem kennd eru við spámanninn Lúther. Það má segja, að þar falli allur ljóminn af viðureigninni á forustumann hins gamla og sigraða siðar. Hann galt vörnina með lífi sinu og tveggja sona sinna, og yfir engri blóðidrifinni hefnd hvílir meiri hetjuljómi í sögu okkar en hefnd þeirra Eyfirðinganna undir forustu biskupsdótturinnar, Þórunnar á Grund, sem sótti fulltrúa sjálfs konungsvaldsins til saka á vopna- þingi og tók þá af lífi. Og forustumaður andófsins gegn trúarstefnu þeirri, sem ríkt hefur hér á landi í meira en 400 ár, er metinn sem einn af fremstu hetjunum í þjóðfrelsisbaráttu okkar fyrr og síðar. Dæmi þessa, hvernig þjóðarvitund okkar íslendinga hefur metið sögu sína með tilliti til átaka um trúarleg málefni, sem talið er að standi öllu öðru dýpri rótum í sálum okkar mannanna, ætti ekki að segja svo lítið um sérkenni okkar íslendinga í viðbrögðum við stórviðburðum á því sviði. Skulum við nú reyna að gera okkur nánari grein fyrir því, í hverju þau sérkenni liggja út frá þeim tveim stóratburðum í trúarbragðasögu okkar, sem þegar hefur verið farið um nokkr- um orðum. 4 Spurning Snorra goða um það, hverju goðin hefðu reiðst, rifja upp fyrir okkur hvern talsháttinn af öðrum, sem hafa verið samgrónir daglegu máli okkar íslendinga um fleiri og færri aldir. Má þar til nefna: Maður, líttu þér nær, að fara ekki yfir lækinn eftir vatninu, ekki að seilast til hurðarloku um öxl og ekki að leita langt yfir skammt, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Islendingar stóðu frammi fyrir fáséðu náttúrufyrirbæri. En það var svo um fleiri náttúrufyrirbæri en eldgos, sjaldgæf og ógnvekjandi, svo sem fárviðri og fellibylji, jarðskjálfta, þrumur og eldingar, engisprettufaraldra og banvænar farsóttir, að vanmáttug mannkind freistaðist til að leita skýringa á því, hví fyrirbærið skyldi bera að á þessari stundu en ekki einhverri annarri fyrr eða síðar. En í vanmætti sínum sá hún sér það vænst til árangurs að leita langt yfir skammt. Hún brá sér yfir til yfirskynvitlegra heima á náðir yfirskynvitlegra afla, sem bjuggu yfir yfirskyn- vitlegum mætti. Þrumur og eldingar, jarðskjálftar og eldgos, engisprettur og farsóttir voru reiðiköst voldugra guða, sem áttu sín í að hefna. En þegar vel lá á þeim, þá gátu þeir gengið svo langt í elskulegheitunum, að þeir tóku í tauma sólareykisins langtímum saman, svo að skjólstæðingur þeirra gæti sem lengst séð til við að drepa óvini sína, sbr. söguna af Jósía. Og í samræmi við hin almennu viðbrögð kemur skýringin á eldsumbrot- unum á Reykjanesskaga sumarið 1000 fljótt og vafningalaust: Goðin þoldu ekki 371
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.